GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Það var frábær mæting og stemning á vinnudegi Kiðjabergs, laugardaginn 13. maí. 45 manna hópur meðlima GKB og í félag lóðarhafa að Kiðjabergi komu saman og unnu ýmis verkefni bæði á Kiðjabergsvelli og öðrum svæðum í Kiðjabergi.
Það var frábært að sjá hversu langa ferð sumir gerðu sér til að taka þátt en nokkrir gerðu sér ferð alla leið úr höfuðborginni til að óhreinka sig. Flestir voru úr Kiðjabergi og Hestlandi en einnig var ágætis hópur meðlima með bústaði í Hraunborgum og öðrum nærsvæðum.
Það var ekki slegið slöku við enda harðduglegur hópur sem þaut í gegnum verkefnalista dagsins eins og ekkert væri og kláraði fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Eftir vinnudaginn var boðið upp á pylsur og drykki í golfskálanum þar sem dagurinn, golfformið og fleiri mikilvæg atriði voru rædd. Að lokum bauðst hópnum að máta 30 ára afmælisfatnað og Ecco golfskó.
Við þökkum öllum sem mættu kærlega fyrir hjálpina. Mætingin frábær og dugnaðurinn til fyrirmyndar!
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is