GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
1. Almennt
Golfklúbbur Kiðjabergs stendur fyrir Meistaramóti GKB. Meistaramótið fer fram í júlí ár hvert og þátttökurétt hafa þeir félagsmenn í GKB sem gengið hafa frá greiðslu félagsgjalds. Mótsstjórn ákveður hvort mótið sé leikið yfir 72 eða 54 holur.
2. Flokkaskipting
Meistaramót GKB er leikið í eftirfarandi flokkum og með eftirfarandi leikfyrirkomulagi. Mótsstjórn getur heimilað kylfingum að leika einn forgjafarflokk upp fyrir sig óski þeir þess.
3. Annað
Samhliða Meistaramótinu getur Mótsstjórn boðið leik í 36-holu punktakeppni, sem er haldið samhliða Meistaramótinu.
Flokkur | Teigar | Holur | Leikform |
---|---|---|---|
Meistaraflokkur (forgj. 6,9 og lægri) | Hvítir | 72 / 54 | Höggleikur |
1. Flokkur (forgj. 7,0 til 13,9) | Gulir | 72 / 54 | Höggleikur |
2. Flokkur (forgj. 14,0 til 20,4) | Gulir | 72 / 54 | Höggleikur |
3. Flokkur (forgj. 20,5 og hærri) | Gulir | 72 / 54 | Punktakeppni m. forgj. |
Flokkur | Teigar | Holur | Leikform |
---|---|---|---|
1. Flokkur (forgj. 20,4 og lægri) | Rauðir | 72 / 54 | Höggleikur |
2. Flokkur (forgj. 20,5 og hærri) | Rauðir | 72 / 54 | Punktakeppni m. forgj. |
Flokkur | Teigar | Holur | Leikform |
---|---|---|---|
Opinn Flokkur | Gulir/Rauðir | 36 | Punktakeppni m. forgj. |
Öldungar | Rauðir | 36 | Punktakeppni m. forgj. |
Unglingar (16 ára og yngri) | Rauðir | 36 | Punktakeppni m. forgj. |
4. Rástímar
Rástímaáætlun fyrir mótið í heild sinni er birt með fyrirvara. Rástímaáætlun þessi er síðan uppfærð þegar skráning í mótið lýkur og ætti því að standast að mestu leyti.
Rástímar 1. keppnisdags eru birtir daginn sem að skráningarfrestur rennur út. Rástímar næstu keppnisdaga á eftir eru birtir eftir að allir keppendur sem leika eiga þann daginn hafa lokið leik daginn á undan.
Raðað er eftir forgjöf í ráshópa á fyrsta k
eppnisdegi hvers flokks. Að loknum fyrsta hring er raðað eftir skori, sæti í flokk. Þar sem neðstu sætin fara í fyrsta ráshóp og síðan koll af kolli.
5. Jöfn úrslit
Verði skornjöfn um fyrsta sæti án forgjafar skal leika bráðabana á 18. 10. braut í þessari röð þar til úrslit eru fengin
Mótsstjórn mun auglýsantímas
etningu bráðabana. Mæti leikmenn ekki á teig þegar bráðabani á að fara fram telst leikurinn tapaður fyrir þann leikmenn.
Verði skor jöfn í punktakeppin eða forgjafararkeppni ráðast úrslit í skrifstofubráðabana í samræmi við golfreglur.
6. Skil á skorkortum
Skorkortum skal skilað án tafa eftir að hring lýkur. Keppendur eru sjálfir ábyrgir fyrir sínu skori og skulu því tryggja að vel sé farið yfir kortið. Leggja skal saman heildarskor á fyrri 9 holunum, seinni 9 holunum og síðan öllum 18 holunum.
Skorkortum er síðan skilað í skorkortakassa
7. Golfbílar & kylfuberar
Notkun golfbíla og annarra rafknúinna farartækja er heimil í öllum flokkum að undanskildum meistaraflokki karla . Mótsstjórn getur þó heimilað notkun golfbíla í þessum flokkum ef um læknisfræðileg sjónarmið er að ræða.
Kylfuberar eru heimilaðir í öllum flokkum.
8. Verðlaunaafhending lokahóf Meistaramóts GKB fer fram að kvöldi síðasta keppnisdags. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is