GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Golfklúbbur Kiðjabergs | Kiðjabergsvöllur GKB
Lauslegt ágrip af sögu klúbbsins
Golfklúbbur Kiðjabergs er í Grímsnesi í Árnessýslu og var stofnaður 1993. Völlurinn liggur með bökkum Hvítár sem rennur meðfram nokkrum brautum vallarins. Hannes Þorsteinsson hannaði völlinn og var frá upphafi ráðgert að hann yrði 18 holur. Til að byrja með var byggður 9 holu völlur sem tekinn var í notkun 1993 en hafist var handa við byggingu hans 1989. Nýr 18 holu golfvöllur í landi Kiðjabergs var formlega opnaður 18. júní 2005. Eitt af því sem aðgreinir Golfklúbb Kiðjabergs frá flestum öðrum golfklúbbum í landinu er að hann er í einkaeign og hefur klúbburinn sjálfur fjármagnað alla uppbyggingu, tækjakaup og rekstur vallarins. Meistarafélag Húsasmiða á landið og kemur félagið að ýmsum þáttum í uppbyggingu og rekstri klúbbsins eins og til dæmis uppbyggingu á félagsaðstöðu og fleiru. Vallarstæðið er glæsilegt og útsýni víða stórfenglegt auk þess sem Hvítá setur sterkan svip á völlinn.
Fáir íslenskir golfvellir bjóða upp fallegra umhverfi og útsýni heldur en Kiðjabergsvöllur. Hvítáin sem rennur vestan við völlinn, setur mark sitt á vallarstæðið og kylfingar geta átt von á krefjandi göngu í gullfallegu landslagi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kiðjabergsvöllur verið vettvangur fjölmargra Íslandsmóta frá því hann var stækkaður í 18 holur. Stærsti viðburðurinn er án efa Íslandsmótið í höggleik sem haldið var á vellinum árið 2010, en einnig hafa verið haldin þar Íslandsmótið öldunga og kylfinga 35 ára og eldri, 2008 og 2011. Íslandsmótið holukeppni 2009 og Sveitakeppni unglinga 2009, Sveitakeppni 2 deild 2010 og Íslandsmót unglinga í höggleik 2012. Alls hafa verið haldin á vellinum 6 Íslandsmót á síðustu fimm árum.
Jörðin Kiðjaberg er fornfræg óðalsjörð og er hennar getið í Landnámu Ara fróða. Á miðöldum komst jörðin undir Skálholtsstól eins og fjölmargar aðrar jarðir og má enn sjá hluta nautagarðs Brynjólfs biskups sem leiguliðar voru látnir hlaða upp í þegnskilduvinnu. Árið 1868 settist Þorsteinn Jónsson kanselíráð að á Kiðjabergi og var sýslumaður Árnesinga til 1879. Afkomendur hans sátu jörðina meðan hún var í ábúð allt fram á níunda áratug tuttugustu aldar. Jörðin Kiðjaberg er um 500 hektarar og afmarkast af Hvítá og Hestvatni annarsvegar og jörðunum Arnarbæli, Gelti og Hesti hins vegar. Gamla sýslumannshúsið sem byggt var 1869 stendur enn á Kiðjabergi og er það talið elsta timburhús í sveit á suðurlandi. Meistarafélag Húsasmiða í Reykjavík keypti jörðina 1989 og var ætlunin að þar yrði orlofsaðstaða fyrir félagsmenn. Við eigendaskiptin var landið endurskipulagt og gert ráð fyrir viðamikilli sumarhúsabyggð með opnum svæðum til leikja og skógræktar.
Ýmsum þótti djarft þegar nokkrir áhugasamir kylfingar í Meistarafélagi húsasmiða í Reykjavík hófu að útbúa 9 holu golfvöll í landi Kiðjabergs og ekki síður þegar þegar nokkrir eldhugar ákváðu að nú væri tími til kominn að völlurinn yrði 18 holur. En þessar efasemdaraddir þögnuðu fljótt. Hafist var handa við vinnu á eldri hluta vallarins, sem Hannes Þorsteinsson hannaði, árið 1989 og sumarið 2002 hófst vinna við gerð nýju brautanna sem liggja upp með Hvítánni í norður en hönnuður þeirra er Vallarnefnd klúbbsins í samráði við Harald Má Stefánsson sem var vallastjóri á þeim tíma . Byrjað var á að ryðja fyrir fyrstu 5 holunum og var þeirri vinnu að mestu lokið um haustið. Sumarið 2004 var búið að tyrfa teiga og brautirnar orðnar vel grónar en sáð hafði verið í þær sumarið áður. 18. júní 2005 var 18 holu golfvöllur Kiðjabergsmanna formlega tekinn í notkun.
Reistur var skáli við völlinn árið 1993. Árið 2007 gerðu ASK Arkitektar tillögu að nýju og glæsilegu klúbbhúsi. Um var að ræða stórt og veglegt hús með gistiaðstöðu í 12 herbergjum. Þegar kostnaðaráætlun lá fyrir kom í ljós að kostnaðurin við byggingu slíks mannvirkis yrði of mikill og ákveðið var að leggja tillöguna til hliðar og fara aðra og ódýrari leið. Sömu aðilar voru fengnir til þess að koma með tillögu að stækkun á núverandi klúbbhúsi í 223 fermetra. Teikningarnar voru lagðar fyrir félaga í Meistarafélag Húsasmiða sem samþykktu þær og að farið yrði í þessar framkvæmdir. Árið eftir var hafist handa við stækkunina og stóð Meistarafélagið straum af kostnaðinum við hana. Ljóst er að afar mikilvægt er fyrir klúbb eins og Golfklúbbsins Kiðjabergs að hafa bakhjarl eins og Meistarafélag Húsasmiða.
2008 voru félagar í klúbbnum 280 og hafði farið hratt fjölgandi næstu ár á undan. Árið 2007 hafði til að mynda fjölgað um 50 manns í klúbbnum. Félagar í Golfklúbbi Kiðjabergs hafa lagt fram mikla sjálfboðavinnu við uppbyggingu á svæðinu. Félagafjöldi 2023 var um 430 manns.
Kvennanefnd GKB
Guðrún Sveinsdóttir byrjaði kvennastarf GKB þegar golfvöllur Kiðjabergs var opnaður árið 1993. Hún fór í að kalla saman konum á svæðinu og tók að sér að kenna þeim fyrstu handtökin í golfinu. Guðrún var mjög áhugasöm um að fá sem flestar konur í golf og því var fljótlega haldið kvennamót en á þessum tíma var ekki nein sérstök kvennanefnd að störfum.
Formenn kvennanefndar GKB sem komu á eftir Guðrúnu Sveinsdóttur voru m.a. Jenetta Bárðardóttir, Regína Sveinsdóttir, Guðný K. Tómasdóttir , Guðrún Ólafsdóttir Ragnars og Guðrún S. Eyjólfsdóttir.
Hlutverk og markmið kvennanefndar:
Kvennanefnd | Starfsárið 2025
Skoðaðu facebooksíðu kvennastarfsins hér þar sem nefndin birtir dagskrá golfsumarsins , sagðar eru fréttir af golfi, og uppákomum á vegum kvennanefndar GKB. Einnig er hægt að hafa samband við kvennanefndina á þeirri síðu eða á netfangið kvennanefndgkb@gmail.com
Framundan er að sjálfsögðu stanslaus golfveisla sumarið 2025!
DAGSKRÁ KVENNAGOLFS GKB ÁRIÐ 2025
24. maí | GKB Grand Open
30. maí | Föstudags kvennagolf GKB kl. 17:20
- Skila skorkorti í kassann í anddyri skálans
- Skrá nafn, dagsetningu, grunnforgjöf og vallarforgjöf á skorkort
- Sjálfsagt að veita aðstoð við skráningu á staðnum
13. júní | vinkvennamót GKB og GKG
3.-5. júlí | meistaramót GKB
4.-5. júlí | Meistsaramót GKB, opinn flokkur
1. ágúst | Pilsaþytur, innanfélagsmót
1. september | Uppskeruhátíð GKB-kvennagolf
29. ágúst eða 5. september | síðasta föstudagsgolf sumarsins.
13. september | Bændaglíman
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennanefnd GKB
Formaður
Guðmundur K Ásgeirsson
Sími: 896-0335
ga@ag.is
Gjaldkeri
Brynhildur Sigursteinsdóttir
Sími: 6601793
brynhildur@bseignir.is
Ritari
Jónas Kristinsson
Sími: 695-5252
jonas.kristinsson@icloud.com
Meðstjórnendur
Magnús Haraldsson
Sími: 8924547
maggithar@simnet.is
Gunnar Þorláksson
Sími: 693-7310
gunnar@bygg.is
Sigurlaug Gissurardóttir
Sími: 693-2213
sillagiss@gmail.com
Varamenn stjórnar
Þórhalli Einarsson
Sími: 660-3833
thorhallie@internet.is
Formaður mótanefndar
Jónas Kristinsson
Sími: 6955252
jonas.kristinsson@icloud.com
Formaður vallarnefndar
Gunnar Þorláksson
Sími: 557-7430 / GSM: 693-7310
gunnar@bygg.is
Formaður kvennanefndar
Sigrún Ragnarsdóttir
Sími: 899-3641
sigrunragnarsdottir@gmail.com
Formaður forgjafarnefndar
Jónas Kristinsson
Sími: 6955252
jonas.kristinsson@icloud.com
Formaður afreksnefndar
Snorri Hjaltason
Sími: 6601797
snorri@bseignir.is
Formaður hús- og eignarnefndar
Magnús Haraldsson
Sími: 8924547
maggithar@simnet.is
Lög Golfklúbbs Kiðjabergs
01. grein
Félagið heitir Golfklúbbur Kiðjabergs, skammstafað G.K.B. Klúbburinn er aðili að Golfsambandi Íslands, skammstafað G.S.Í.
02. grein
Markmið klúbbsins er rekstur golfvallar í landi Kiðjabergs í Grímsnesi, kynning á golfíþróttinni og iðkun hennar.
Eigandi jarðarinnar Kiðjaberg er Kiðjaberg ehf og verður gerður samningur á milli aðila um afnot golfmannvirkja.
03. grein
Klúbburinn er öllum opinn og skal sækja skriflega um inngöngu til stjórnar klúbbsins. Inntaka nýrra félaga er háð samþykki stjórnar. Úrsögn er bundin við áramót og berist hún skriflega fyrir lok desembermánaðar.
04. grein
Reiknisár klúbbsins er frá 1. nóvember til 31. október.
05. grein
Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs skipa fimm félagsmenn og tveir til vara.
Stjórnin skal kosin á aðalfundi. Formann stjórnar skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn. Aðalfundur kýs árlega tvo menn í aðalstjórn og einn í varastjórn til tveggja ára í senn.
Stjórnin ákveður verkaskiptingu sína á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Fundargerðir skulu haldnar um fundarstörf stjórnar.
Ársreikningar félagsins skulu endurskoðaðir af tveim skoðunarmönnum sem kosnir eru á aðalfundi félagsins til eins árs í senn.
06. grein
Stjórn klúbbsins hefur yfirumsjón með framkvæmdum á golfvellinum og rekstri hans. Hún skipuleggur sumarstarfið og mótahald og stjórnar því.
Stjórnin gerir tillögur til aðalfundar klúbbsins um félagsgjöld. Aðalfund skal halda eigi síðar en 31. desember ár hvert og nægir að boða til fundarins á vefsíðunni golf.is heimasíðu Golfklúbbs Kiðjabergs gkb.is. og jafnframt með tölvupóst á félagsmenn samkvæmt netfangaskrá á golf.is. Aðalfund skal boða með a.m.k. 14 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.
Á aðalfundi skulu tekin fyrir eftirfarandi mál:
1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga klúbbsins.
5. Lagabreytingar kynntar og teknar til afgreiðslu.
6. Tilaga stjórnar um félagsgjöld lögð fram.
7. Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna samkvæmt samþykktum lögum klúbbsins.
8. Önnur mál.
Fundargerð aðalfundar skal birt á heimasíðu félagsins innan hálfs mánaðar frá fundi.
Til almenns félagsfundar boðar stjórn ef henni þykir þurfa, eða ef minnst 10 félagsmenn leggja fram skriflega kröfu þar um. Boða skal til fundarins með sama hætti og boðað er til aðalfundar.
07. grein
Atkvæðarétt á aðalfundi og almennum félagsfundi hafa allir skuldlausir og viðstaddir félagar, 16 ára og eldri. Afl atkvæða ræður nema annars sé getið í lögum þessum.
08. grein
Við golfleik skal fara eftir St. Andrews golfreglum eins og þær eru hverju sinni og þeim reglum sem Golfsamband Íslands setur um íþróttina.
Stjórn klúbbsins getur sett staðarreglur um leikinn, um umferð og umgengni um golfvöllinn og olfskála og er leikmönnum skylt að hlíta þeim.
09. grein
Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi klúbbsins og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til.
Tillögur til breytinga á lögum skulu hafa borist stjórninni eigi síðar en 30 dögum fyrir aðalfund og skal þeirra getið í fundarboði.
10. grein
Komi fram tillaga undirrituð af a.m.k. 15% skuldlausra félaga um að klúbburinn hætti störfum, skal hún tekin fyrir á lögmætum fundi sem stjórnin boðar til með sama hætti og um aðalfund væri að ræða.
Fundurinn er ályktunarhæfur ef minnst helmingur félagsmanna sækir fundinn og tillagan fær gildi ef minnst 2/3 fundarmanna samþykkja hana.
Sé þátttaka ekki næg skal boða til nýs fundar innan þriggja vikna og er hann ályktunarhæfur sé löglega til hans boðað án tillits til fundarsóknar.
11. grein
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Lögum breytt á aðalfundi febrúar 2021
Gögn Aðalfunda GKB
Aðalfundur 2024
Aðalfundur 2023
Aðalfundur 2022
Aðalfundur 2021
Aðalfundur 2020
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is