Keppnisskimálar á Kiðjabergsvelli

Frá 30. júní 2017 eru eftirfarandi Almennir keppnisskilmálar í gildi við leik á Kiðjabergsvelli, sem gilda nema annað sé tekið fram í keppnisskilmálum einstakra móta.


Keppnisskimálar á Kiðjabergsvelli

Eftirfarandi eru almennir Keppnisskilmálar móta á Kiðjabergsvelli. Ákvæði keppnisskilmálans eru gildandi í mótum sem fara fram á Kiðjabergsvelli nema sérstakir keppnisskilmálara móts, t.d. eins og birt er á www.golf.is eða í skála, mæli fyrir á annan hátt. 

 

1. Þátttaka

Heimild til þátttöku í mótum á Kiðjabergsvelli hafa allir leikmen með skráða forgjöf, og sem jafnframt eru meðlimir í klúbbi sem tilheyrir viðurkenndu golfsambandi, hér á Íslandi GSÍ.

 

2. Forgjöf

Hæsta gefin vallarforgjöf er 28 hjá konum og 24 hjá körlum. Sjá töflu um vallarforgjöf í anddyri golfskálans.

Á mótum þar sem spilað er Texas Scrable reiknast forgjöf liða þannig:

 

  • Tveir leikmenn, samanlögð vallarforgjöf deilt með 2,5
  • Fjórir leikmenn, samanlögð vallarforgjöf deilt með 10,0

 

Þó er forgjöf liða ekki hærri en forgjöf þess leikmanns með lægsta forgjöf.


3. Teigar

Leikmenn slá af teigum þannig að; konur slá af rauðum teigum, karlar slá af gulum teigum, þó þannig að karlar 14 ára eða yngri og 70 ára og eldri, við upphaf móts, slá af rauðum teigum.

 

4. Skorkort

Skorkortum á að skila í kassa sem liggur frammi við skrifstofu mótsstjórnar, til vinstri þegar komið er inn í sal golfskálans. Þegar skorkort er lagt í kassann, eða ef það hefur verið afhent starfsmanni mótsnefndar telst skorkorti hafi verðið skilað. Skorkortum skal skilað eins fljótt og unnt er er. Töf á skilum skorkorta varðar frávísun samkvæmt golfreglum.


5. Úrslit móta

Verði tveir eða fleiri jafnir í verlaunasæti skal röðun ákvarðast á eftirfarandi hátt:


Punktakeppni: i) Fjöldi punkta á síðustu 9 leiknum holum ræður röðun leikmanna. Ef tveir eð fleiri eru enn jafnir þá ræður ii) fjöldi punkta á síðustu 6 leiknum holum. Ef tveir eð fleiri eru enn jafnir þá ræður iii) fjöldi punkta á síðustu 3 leiknum holum. Verði enn jafnt skal iv) hlutkesti ráða.


Höggleikur: Við jafnt skor er röð leikmanna ákvörðuð á sama hátt og við punktakeppni, nema að fjöldi högga, með eða án forgjafar, ræður röðun.


6. Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending fer fram eins snemma og auðið er eftir að öll skorkort hafa verið skráð. Verðlaun sem ekki eru sótt við verðlaunaafhendingu er hægt að fá afhent í golfskálanum á opnunartíma skálans.


7. Frestun móta

Mótshaldara er heimilt að fresta eða fella niður mót ef aðstæður eru til þess, svo sem vegna veðurs. Ennfremur er mótshaldara heimilt að fresta eða fella niður mót ef fjöldi skráðra leikmanna er ekki 30 eða fleiri.


8. Framkoma og ábyrgð leikmanna

Keppandi skal koma heiðarlega og drengilega fram við keppinauta sína og eigi beita óleyfilegum brögðum. Hann skal sýna dómurum og starfsmönnum mótsins tilhlýðilega virðingu og eigi fara niðrandi orðum um þá, aðra leikmenn eða áhorfendur.


Keppandi skal ávallt reyna að gera sitt besta og eigi hætta keppni að ástæðulausu. Keppandi er sjálfur ábyrgur fyrir því að allar persónulegar upplýsingar séu réttar, svo sem aldur, flokkur, grunnforgjöf og keppnisréttindi. Hann æfir sig og keppir á eigin ábyrgð, og ber mótsstjórn/nefnd mótsins því enga ábyrgð á meiðslum, er hann kann að verða fyrir eða valda.


Brjóti keppandi einhverja af framanskráðum reglum, á hann á hættu að vera vikið úr keppn


9. Forföll leikmanna

Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18:00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag, eða þegar skráning á rafrænu skráningakerfi, ef slíkt er notað við skráningar.


Í mótum þar sem þáttökugjald greiðist við mætingu þá áskilur mótshaldari sér rétt til að krefja skráða leikmen um greiðslu mótsgjalds, hafi forföll ekki verið boðuð fyrir kl. 18:00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag, eða þegar skráning lokar á rafrænu skráningakerfi, ef slíkt er notað við skráningar.


10. Mótmæli og athugasemdir

Keppendur, liðsstjórar og eftirlitsmaður GSÍ hafa heimild til að gera skriflegar athugasemdir við framkvæmd móts. Slíkar athugasemdir skulu koma fram áður en móti lýkur. Fallist mótsstjórn/nefndin ekki á athugasemdir aðila, ber henni án tafar að gera skriflega, rökstudda grein fyrir úrskurði sínum. Úrskurði þessum er heimilt að skjóta til viðkomandi dómstóls Golfsambandsins.



Samþykkt á stjórnarfundi GKB 30. júní 2017.



Share by: