Skip to Content

Gkb

 • Sunnudagur, 16. júní 2019 - 14:52
  Bilun í vélum bitnaði á umhirðu vallarins

  Vallarstjóri og stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs vilja koma því á framfæri að bilun í tveimur vélum gerðu það að verkum að völlurinn var ekki í eins góðu ástandi og hann átti að vera í gær, sunnudag, og á laugardag. Beðist er velvirðingar á þessu.

 • Sunnudagur, 16. júní 2019 - 6:50
  CF Kings sigruðu í Stóra Texas mótinu

  54 lið tóku þátt í Stóra Texas Scramble mótinu í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli í gær. Lárus Guðmundsson og Guðmundur L. Pálsson, sem kölluðu sig CF Kings, léku best, komu inn á 59 höggum nettó. Kristófer Anton Hlynsson og Smári Hermannsson höfnuðu í öðru sæti.

 • Laugardagur, 15. júní 2019 - 7:09
  Góð þátttaka í Stóra Texas mótinu!

  Stóra Texas scramble mótið fer fram laugardaginn 15. júní. Rúmlega 100 kylfingar eru skráðir til leiks. Tveir leika saman í liði og er hámarks leikforgjöf karla 24 og kvenna 28. Verðlaun eru veitt fyrir 6 efstu sætin. Völlurinn skartar sínu fegursta um þessar mundir og spáð er frábæru golfveðri. 

 • Mánudagur, 3. júní 2019 - 13:07
  Stuð og stemmning í Vinkvennamóti GKB og GKG

  Vinkvennamót GKB og GKG  fór fram á Kiðjabergsvelli í gær, 2. júní. Mótið var punktakeppni og var ræst út af öllum teigum samtímis. Alls luku 89 konur leik. Völlurinn, veðrið og stemmningin var eins og best er hægt að hugsa sér. 

 • Miðvikudagur, 29. maí 2019 - 22:56
  Nýjar golfreglur kynntar félagsmönnum

  Eins og flestum kylfingum ætti að vera ljóst tóku í gildi nýjar golfreglur um síðustu áramót. Boðið verður upp á golfreglunámskeið laugardaginn 1. júní í golfskálanum i Kiðjabergi, þar sem Börkur Arnviðarson ætlar að fara yfir allar helstu breytingarnar.

 • Sunnudagur, 26. maí 2019 - 11:21
  Gunnar með tvenn nándarverðlaun!

  Fyrsta opna mót sumarsins, Grand Open, fór fram í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli í gær.  Arilíus Smári Hauksson og Sigurður Óli Guðnason léku best allra liða, komu inn á 58 höggum nettó. Arnar Pétursson og Edward Alexander Eiríksson komu næstir, tveimur höggum á eftir. Gunnar Þorláksson fékk tvenn nándarverðlaun.

 • Föstudagur, 24. maí 2019 - 8:36
  Fyrsta mót sumarsins 25. maí

  Fyrsta mót sumarsins, Grand Open, fer fram á Kiðjabergsvelli á morgun, laugardaginn 25. maí. Mótið hefur ávallt verið vinsælt og eru um 100 þátttakendur skráðir til leiks.  Völlurinn er í góðu standi og hefur sjaldan eða aldrei komið svona vel undan vetri. 

 • Föstudagur, 24. maí 2019 - 7:51
  Golfmót Tengis 21. júní

  Golfmót Tengis fer fram á Kiðjabergsvelli föstudaginn 21. júní. Mótið er ætlað viðskipavinum Tengis og fer skráning fram á heimasíðu fyrirtækisins. Boðið verður upp á rútuferð frá Tengi og eins til baka eftir mót frá Kiðjabergi. Ræst verður út af öllum teigum kl. 13:00.

   

 • Miðvikudagur, 8. maí 2019 - 15:13
  Kiðjabergið opnar formlega á laugardaginn!

  Formleg opnun Kiðjabergsvallar verður eftir hádegi laugardaginn 11. maí. Breskir starfsmenn okkar eru búnir að fara yfir allar sandglompur og vinna öll vorverkin. Þannig að völlurinn er í flottu standi og sjaldan komið betri undan vetri.