Skip to Content

Gkb

 • Föstudagur, 8. mars 2019 - 15:57
  Pálmi Þór á Heimsleikana í annað sinn

  Pálmi Þór Pálmason, félagi í GKB, tekur nú þátt í Heimsleikum fatlaðra í golfi, Special Olympic, sem fram fara í Abu Dhabi. Þetta er í annað sinn sem hann er meðal keppenda í mótinu.

 • Laugardagur, 2. mars 2019 - 14:38
  Mótaskráin 2019

  Mótaskrá GKB fyrir sumarið 2019 hefur verið ákveðin. Alls verða 12 mót á dagskrá og er fyrsta mót sumarsins Grand Open, sem fram fer 25. maí. Meistaramót klúbbsins verður á svipuðum tíma og í fyrra, 10. til 14. júlí.

 • Miðvikudagur, 12. desember 2018 - 20:36
  8,5 milljóna kr. hagnaður hjá GKB

  Golfklúbburinn Kiðjaberg var rekinn með rúmlega 8,5 milljóna króna hagnaði á síðasta starfsári, að því er fram kom á aðalfundi GKB um síðustu helgi. Þetta er annað árið í röð sem hagnaður er af rekstri klúbbsins. Þórhalli Einarsson var endurkjörinn sem formaður og aðrir stjórnarmenn voru allir endurkjörnir. Þá voru félagsgjöld ákveðin fyrir næsta starfsár.

 • Föstudagur, 7. desember 2018 - 16:16
  Nýr vallarstjóri ráðinn að Kiðjabergi

  Nýr vallarstjóri hefur verið ráðinn í Kiðjabergi. Hann heitir Alan Sharp og er Englendingur. Hann hefur 40 ára reynslu af störfum við golfvelli, þar af 30 ár sem vallarstjóri. Sharp menntað sig sérstaklega í meðferð náttúrulegra efna á golfvöllum

 • Mánudagur, 5. nóvember 2018 - 15:38
  Aðalfundur GKB 8. desember

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn í Golfskálanum Kiðjabergi 8. desember kl. 13.00. Stjórn GKB þakkar félagsmönnum gott samstarf á árinu og hvetur félagsmenn til að mæta á aðalfundinn. Rakel á Kaffi-Kið verður með hið margrómaða jólahlaðborð um kvöldið og hefst það kl. 19.00. 

 • Sunnudagur, 19. ágúst 2018 - 20:50
  Konurnar fengu bronsið!

  Kvennasveit GKB í flokki eldri kylfinga hafnaði í 3. sæti í 2. deild í Sveitakeppni GSÍ sem lauk á Akureyri um helgina. Karlasveitin keppti í 2. deild í Borgarnesi og hafnaði í 5. sæti.

 • Þriðjudagur, 14. ágúst 2018 - 20:44
  Sveit GKB fékk bronsið í 2. deild karla

  Sveit GKB varð í 3. sæti i 2. deild karla í Sveitakeppni GSÍ, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Sveit heimamanna í GS sigraði og færist upp í efstu deild. Sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja hafnaði í þriðja sæti. Golfklúbbur Fjallabyggðar felur í 3. deild.

 • Sunnudagur, 5. ágúst 2018 - 7:41
  170 keppendur í Styrktarmóti GKB

  Gull-styrktarmót GKB fór fram í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli í gær, laugardaginn 4. ágúst. 170 keppendur tóku þátt og var leikið Texas Scramble. 
  Sigurvegarar voru þeir Karl Oddgeir Þórðarson og Bjarni Sæmundsson, sem kölluðu sig "Kalli Bjarni". Þeir léku á 58 höggum nettó eins og "Kóngarnir" en voru með betra skor á seinni níu. Sjá má úrslitin hér fyrir neðan:

 • Laugardagur, 28. júlí 2018 - 17:12
  Tvö mót á Kiðjabergi um næstu helgi

  Tvö mót fara fram á Kiðjabergsvelli um næstu helgi. Pylsa-þyt 9 holu kvenna texas verður föstudaginn 3. ágúst og Gull-styrktarmótið sem fram fer laugardaginn 4. ágúst.