Skip to Content

Gkb

 • Miðvikudagur, 25. september 2019 - 9:11
  Aðeins opið fyrir félagsmenn!

  Nú hefur Kiðjabergsvelli verið lokað þetta haustið fyrir aðra enn félagsmenn. Teigmerki hafa verið fjarlægð en litaðir hælar settir í staðinn. Flögg verða á flötum eitthvað áfram. Skálinn er lokaður.

 • Mánudagur, 9. september 2019 - 18:28
  Bændaglíma GKB og lokahóf

  Laugardaginn 14. september fer fram Bændaglíma GKB og lokahóf. Keppendum verður skipt í tvö lið, A og B, og spilað Texas Scramble. Forgjöf hvers liðs er reiknuð sem samanlögð vallarforgjöf deilt með 2,5. Kaffi Kið býður upp á veglegt veisluhlaðborð um kvöldið.

   
 • Sunnudagur, 4. ágúst 2019 - 9:26
  Oddný og Ríkharður léku á 58 höggum nettó

  Styrktarmót GKB fór fram á Kiðjabergsvelli í gær, laugardaginn 3. ágúst. Sigurvegarar voru þau Oddný  Þóra Baldvinsdóttir og Ríkharður Sveinn Bragason, sem léku á 58 höggum nettó. Hilmar Þór Ársælsson og Kristín Sigríður Geirsdóttir höfnuðu í öðru sæti á 59 höggum

 • Þriðjudagur, 30. júlí 2019 - 14:35
  Bjarki leiðbeinir í Kiðjabergi um helgina
   

  Bjarki Pétursson, landsliðsmaður úr GKB, verður með tveggja daga golfkennslu ásamt félögum sínum á Kiðjabergsvelli um næstu helgi. Kennslan er eingöngu fyrir félagsmenn GKB. Félagar ættu að nýta sér þetta einstaka tækifæri og fá góð ráð hjá afrekskylfingi.

 • Mánudagur, 29. júlí 2019 - 7:35
  GKB áfram í 2. deild karla

  GKB hélt sæti sínu í 2. deild karla í Sveitakeppni GSÍ, sem fram fór í Vestmannaeyjum um liðna helgi. Heimamenn úr Eyjum sigruðu og færast upp í 1. deild að ári. GKB hafnaði í sjöunda sæti, en GÍ féll í 3. deild. 

 • Sunnudagur, 21. júlí 2019 - 13:13
  Brynhildur sigraði í Opna Bioeffect mótinu

  Opna BIOEFFECT kvennamótið fór fram í góðu veðri á Kiðjabergsvelli laugardaginn 20. júlí. Rúmlega 70 keppendur mættu til leiks. Brynhildur Sigursteinsdóttir úr GKB sigraði í punktakeppni, kom inn á 38 punktum. Anna Sólveig Snorradóttir úr GK lék best í höggleik án forgjafar, eða 78 höggum. Hún átti einnig lengsta teighöggið á 4. braut.

 • Þriðjudagur, 16. júlí 2019 - 14:17
  Opna BIOEFFECT kvennamótið um helgina

   

  Laugardaginn 20. júlí fer fram Opna BIOEFFECT kvennamótið á golfvellinum í Kiðjabergi.  Allir þátttakendur í mótinu fá teiggjöf frá BIOEFFECT. Veitt verða verðlaun fyrir  sex efstu sætin í punktakeppni og efsta sætið í höggleik án forgjafar. 

   

 • Sunnudagur, 14. júlí 2019 - 7:10
  Margrét og Andri klúbbmeistarar GKB 2019

  Margrét Geirsdóttir og Andri Jón Sigurbjörnsson eru klúbbmeistarar GKB 2019. Meistaramóti klúbbsins lauk á Kiðjabergsvelli í gær og þótti takast vel og var veðrið gott alla keppnisdagana. Lokahóf fór fram í golfskálanum í gærkvöldi og þar voru verðlaun afhent. Brynhildi Sigursteinsdóttir var í lokahófinu afhentur háttvísibikar GKB.

 • Laugardagur, 13. júlí 2019 - 6:47
  Spenna fyrir lokahringinn!

  Það er spenna í flestum flokkum fyrir lokahringinn í meistaramóti GKB á Kiðjabergsvelli. Andri Jón Sigurbjörnsson hefur reyndar 9 högga forystu á Halldór Heiðar Halldórsson í meistaraflokki karla, en meiri spenna er í meistaraflokki kvenna þar sem Margrét Geirsdóttir er með tveggja högga forskot á Brynhildi Sigursteinsdóttur.