GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Framkvæmdir við stækkun á eldhúsi golfskálans í Kiðjabergi og nýja starfsmannaaðstöðu fyrir golfvallarstarfsmenn eru nú í fullum gangi við hliðina á 2. braut vallarins. Undirstöðuvinna er komin í gang og unnið er að því að gera klárt fyrir að setja upp tilbúin hús á grunninn á næstu vikum.
Á myndum má sjá Þórhalla Einarsson, varaformann vallarnefndar, ásamt Pétri J. Haraldssyni og Einari Erni Einarssyni að taka fullan þátt í framkvæmdum. Bætt eldhús- og starfsmannaaðstaða er mikill hvalreki fyrir golfklúbbinn, þar sem það mun bæta til muna þjónustu við kylfinga og aðstöðu fyrir golfvallarstarfsmenn.
Þá er einnig fyrirhugað að ljúka lagningu vökvunarkerfi fyrir seinna níu um leið og vorar og aðstæður leyfa. Með því verður allur völlurinn kominn með sjálfvirkt vökvunarkerfi af nýjustu gerð, sem mun tryggja betri vökvun og bættum leikskilyrðum fyrir alla kylfinga.
Við hlökkum til að njóta þeirra bættra aðstæðna sem framundan eru og munum halda félagsmönnum og öðrum uppfærðum um gang framkvæmda á næstu vikum.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is