Framkvæmdagleði í Kiðjabergi

Valur Jónatansson • 16. febrúar 2025

Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi

Framkvæmdir við stækkun á eldhúsi golfskálans í Kiðjabergi og nýja starfsmannaaðstöðu fyrir golfvallarstarfsmenn eru nú í fullum gangi við hliðina á 2. braut vallarins. Undirstöðuvinna er komin í gang og unnið er að því að gera klárt fyrir að setja upp tilbúin hús á grunninn á næstu vikum.

Á myndum má sjá Þórhalla Einarsson, varaformann vallarnefndar, ásamt Pétri J. Haraldssyni og Einari Erni Einarssyni að taka fullan þátt í framkvæmdum. Bætt eldhús- og starfsmannaaðstaða er mikill hvalreki fyrir golfklúbbinn, þar sem það mun bæta til muna þjónustu við kylfinga og aðstöðu fyrir golfvallarstarfsmenn.


Þá er einnig fyrirhugað að ljúka lagningu vökvunarkerfi fyrir seinna níu um leið og vorar og aðstæður leyfa. Með því verður allur völlurinn kominn með sjálfvirkt vökvunarkerfi af nýjustu gerð, sem mun tryggja betri vökvun og bættum leikskilyrðum fyrir alla kylfinga.


Við hlökkum til að njóta þeirra bættra aðstæðna sem framundan eru og munum halda félagsmönnum og öðrum uppfærðum um gang framkvæmda á næstu vikum.





16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Eftir Valur Jónatansson 23. nóvember 2024
Kiðjabergsvöllur útnefndur "Besti golfvöllur Íslands árið 2024" af World Golf Awards
Fleiri færslur
Share by: