Drög að mótaskrá GKB í sumar

Valur Jónatansson • 4. apríl 2025

Fyrsta mót ársins verður 24. maí

Drög að mótaskrá GKB fyrir sumarið er nú komin inn á Golf.is. Fyrsta mót ársins verður 24. maí á Kiðjabergsvelli, en það er Grand Open, þar sem leikfyrirkomulag er tveggja manna Betri Bolti með forgjöf.


Gull 24 open verður 26. - 27. júní, en það er glæsilegasta og fjölmennasta golfmót ársins á Íslandi. Ræst verður út stanslaust í sólarhring, frá kl. 14:00 á föstudegi til kl. 13:50 á laugardegi.


Meistaramót klúbbsins verður 3. - 5. júlí. Lokamót ársins er svo hin árlega Bændaglíma sem fram fer 13. september.


Helstu mót sumarsins á Kiðjabergsvelli:

GKB GRAND OPEN 24.5.

STÓRA 66 NORÐUR TEXAS SCRAMBLE MÓTIÐ 7.6.

Landsmót Golfklúbba 19-23 ára 10 - 11.6.

TARAMAR GKG - GKB vinkvennaheimsókn 13.6.

Bikarmót GKB-GÖ 15.6.

Jónsmessumót GKB 20.6.

GULL 24 OPEN 27 - 28.6.

Meistaramót GKB 03 - 5.7.

Meistaramót GKB - Opinn flokkur 04 - 5.7.

GJG Iceland Juniors International 16 - 18.7.

VENTURA OPEN 24.7.

Pilsaþytur Kiðjabergi - Innanfélagsmót 1.8.

Gull Styrktarmót GKB - Texas Scramble 2.8.

Hjóna og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel 08 - 9.8.

Exedra kvennamótið 14.8.

Íslandsmót Golfhópa 04 - 5.9.

Bændaglíma GKB - Innanfélagsmót 13.9.


Ath. að mótaskráin getur breyst án fyrirvara.

Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
Fleiri færslur
Share by: