Haustferð GKB 2025

Valur Jónatansson • 23. janúar 2025

Haustferð til Novo Sancti Petri!

Haustferð GKB 2025 er nú í bígerð og er von á að ferðin komi í sölu innan skamms. Verið er að ganga frá lokahnútum varðandi haustferð til Novo Sancti Petri með Golfsögu sem verður líklega á tímabilinu 30. sept - 12 október. Beðið er eftir staðfestingu frá Golfsögu varðandi nákvæmar dagsetningar.


Þetta verður 10-11 nátta ferð, ótakmarkað golf, hálft fæði auk drykkja á hóteli frá ákveðnum tíma (líklega frá kl. 18:00) á kvöldin.

Verð fyrir ferðina eru ekki komin á hreint en talið að verði eftirfarandi m.v. 11 nátta ferð (með fyrirvara og engin ábyrgð tekin á breytingum)

Tvíbýli: 450-460 þúsund á mann
Einbýli: 540-550 þúsund á mann.

Þó svo að verð o.fl. er ekki komið er mikilvægt að láta klúbbmeðlimi vita þar sem almennu haustgolfferðirnar fara að detta inn hjá ferðaskrifstofunum og eflaust einhverjir GKB meðlimir farnir að hugsa hvernig eigi að teygja golfsumarið lengra inn í haustið og veturinn.

Þeir sem eru áhugasamir um ferðina endilega sendið póst á 
gkb@gkb.is með nöfnum og kennitölum.


Athugið þeir sem senda póst og eru setti á lista eru ekki sjálfkrafa skráðir í ferðina heldur verður haft samband við þá aðila fyrst þegar ferðin kemur í sölu.
Fyrstur kemur fyrstur fær.

Takmarkaður sætafjöldi í boði eða ca. 52 sæti.

Í fyrra seldist upp í ferðina til Fairplay á mettíma og var biðlisti.



Novo Sancti Petri er frábært golfsvæði, 2 18 holu vellir (A og B), báðir eru hannaðir af Seve Ballesteros. Hótelið er einnig mjög  gott og stendur það við fallega hvíta strönd.

Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Eftir Valur Jónatansson 23. nóvember 2024
Kiðjabergsvöllur útnefndur "Besti golfvöllur Íslands árið 2024" af World Golf Awards
Fleiri færslur
Share by: