Rekstur GKB gekk vel á árinu

Valur Jónatansson • 12. desember 2024

Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins

Aðalfundur GKB fór fram í golfskálanum Kiðjabergi um síðustu helgi og var fundurinn vel sóttur af félagsmönnum. Guðmundur Ásgeirsson var endurkjörin sem formaður. Rúmlega 17 milljóna króna hagnaður var af rekstri klúbbsins á árinu.


"Staða okkar er góð, en eins og allir vita erum við að fjárfesta mikið á komandi árum," sagði Guðmundur formaður á fundinum. "Framkvæmdum nánast lokið við stækkun á vélaskemmu, sprinkler kerfi í völlinn er langt komið og á vormánuðum voru pantaðar vélar fyrir um 16 milljónir og komu þær til landsins í júní. Á haustdögum skrifuðum við undir leigusamning á 5 nýjum golfbílum."


"Árið hófst með glæsilegri golfferð til Fairplay á Spáni í lok apríl þar sem rúmlega 50 félagar spiluðu golf við frábærar aðstæður. Reksturinn gekk vel, andinn í klúbbnum er mjög góður og völlurinn okkar var einstaklega glæsilegur og virkilega gaman að spila Kiðjabergið síðastliðið sumar. Einnig er einstaklega gaman að koma inn í golfskálann okkar en þar tekur Rakel og hennar starfsfólk á móti okkur með bros á vör. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á það besta í sumar, þá endaði starfsárið einstaklega skemmtilega fyrir okkur því að Golfvöllur Kiðjabergs var valinn besti golfvöllur Íslands 2024 af World Golf Awards."


Rekstrartekjur á starfsárinu eru tæplega 105 milljónir og hafa aldrei verið hærri, en á móti hækkuðu rekstrargjöld um aðeins 3 milljónir. Meðlimum í klúbbnum fjölgaði aðeins á árinu og eru nú 437 talsins, 61% karlar og 39% konur.  8.889 hringir voru spilaðir á Kiðjabergsvelli á þessu ári, en 9.596 hringir á síðasta ári. GKB félagar spiluðu 5.239 hringi í Kiðjabergi sem er 59 prósent af skráðum hringjum í Golfboxinu.


Formaður lagði fram tillögu stjórnar að hækkun félagsgjalda fyrir árið 2025. Lagt var til að hækkun gjaldskrár verði um 8% og var það samþykkt samhljóða.


Stjórn GKB skipa:

Formaður:  Guðmundur Ásgeirsson

Brynhildur Sigursteinsdóttir

Gunnar Þorláksson

Þórhalli Einarsson

Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir kjörnir til tveggja ára:

Jónas Kristinsson

Magnús Haraldsson

Sigurlaug Gissurardóttir


Fundarstjóri aðalfundar var Hjörleifur B. Kvaran og fundarritari Jónas Kristinsson.






Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Eftir Valur Jónatansson 23. nóvember 2024
Kiðjabergsvöllur útnefndur "Besti golfvöllur Íslands árið 2024" af World Golf Awards
Fleiri færslur
Share by: