GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Aðalfundur GKB fór fram í golfskálanum Kiðjabergi um síðustu helgi og var fundurinn vel sóttur af félagsmönnum. Guðmundur Ásgeirsson var endurkjörin sem formaður. Rúmlega 17 milljóna króna hagnaður var af rekstri klúbbsins á árinu.
"Staða okkar er góð, en eins og allir vita erum við að fjárfesta mikið á komandi árum," sagði Guðmundur formaður á fundinum. "Framkvæmdum nánast lokið við stækkun á vélaskemmu, sprinkler kerfi í völlinn er langt komið og á vormánuðum voru pantaðar vélar fyrir um 16 milljónir og komu þær til landsins í júní. Á haustdögum skrifuðum við undir leigusamning á 5 nýjum golfbílum."
"Árið hófst með glæsilegri golfferð til Fairplay á Spáni í lok apríl þar sem rúmlega 50 félagar spiluðu golf við frábærar aðstæður. Reksturinn gekk vel, andinn í klúbbnum er mjög góður og völlurinn okkar var einstaklega glæsilegur og virkilega gaman að spila Kiðjabergið síðastliðið sumar. Einnig er einstaklega gaman að koma inn í golfskálann okkar en þar tekur Rakel og hennar starfsfólk á móti okkur með bros á vör. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á það besta í sumar, þá endaði starfsárið einstaklega skemmtilega fyrir okkur því að Golfvöllur Kiðjabergs var valinn besti golfvöllur Íslands 2024 af World Golf Awards."
Rekstrartekjur á starfsárinu eru tæplega 105 milljónir og hafa aldrei verið hærri, en á móti hækkuðu rekstrargjöld um aðeins 3 milljónir. Meðlimum í klúbbnum fjölgaði aðeins á árinu og eru nú 437 talsins, 61% karlar og 39% konur. 8.889 hringir voru spilaðir á Kiðjabergsvelli á þessu ári, en 9.596 hringir á síðasta ári. GKB félagar spiluðu 5.239 hringi í Kiðjabergi sem er 59 prósent af skráðum hringjum í Golfboxinu.
Formaður lagði fram tillögu stjórnar að hækkun félagsgjalda fyrir árið 2025. Lagt var til að hækkun gjaldskrár verði um 8% og var það samþykkt samhljóða.
Stjórn GKB skipa:
Formaður: Guðmundur Ásgeirsson
Brynhildur Sigursteinsdóttir
Gunnar Þorláksson
Þórhalli Einarsson
Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir kjörnir til tveggja ára:
Jónas Kristinsson
Magnús Haraldsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Fundarstjóri aðalfundar var Hjörleifur B. Kvaran og fundarritari Jónas Kristinsson.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is