Kemur vel undan vetri
Valur Jónatansson • 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!

Það er óhætt að segja að Kiðjabergsvöllur komi vel undan vetri og grænt gras farið að sjást víða um völlinn. Það er smá bleyta hér og þar en ekkert sem þarf að hafa áhyggjur yfir, enda hiti í kortunum næstu daga með hækkandi sól.
Veðurspá næstu daga hljóðar upp á hlýindi í bland við rigningu. Þó svo að einstaka sinnum fari næturhiti aðeins undir frostmark mun það hafa lítil áhrif á völlinn.
Að neðan má sjá nokkrar myndir af Kiðjabergsvelli sem voru teknar um daginn.