Mikilvæg viðurkenning fyrir GKB

Valur Jónatansson • 24. nóvember 2024

"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"

Guðmundur Ásgeirsson, formaður Golfklúbbs Kiðjabergs, var viðstaddur afhendinguna á World Golf Awards viðurkenningunni  á Madeira í Portúgal. Hann segir það mikinn heiður fyrir klúbbinn að fá þessa viðurkenningu.


"Þessi viðurkenning frá World Golf Awards er mjög mikilvæg fyrir GKB. Golfklúbburinn er lítill og mjög mikið af þeirri vinnu sem lögð hefur verið í hann er unnin af sjálfboðaliðum. Þetta er gríðarleg hvatning fyrir stjórn, starfsfólk og meðlimi sem telja um það bil 400 manns," sagði Guðmundur.  "Einstakur andi er í klúbbnum og mun þessi viðurkenning örugglega þjappa fólki enn betur saman. Einnig mun þessi viðurkenning koma GKB enn sterkar á kortið bæði innanlands og utan. Það þýðir að það mun styrkja rekstur klúbbsins enn frekar í framtíðinni. Við sjáum fram á að fá meiri tekjur frá utanaðkomandi aðilum."

 

Með Guðmundi til Madeira var eiginkona hans, Jónína Magnúsdóttir. "Upplifun okkar hjóna af ferðinni til Madeira til að taka á móti verðlaununum var enn betri en við áttum von á. Við fundum fyrir því í ferðinni hvað þetta eru merkileg verðlaun á heimsvísu. Þarna voru fulltrúar allra bestu golfvalla heimsins og aðilar sem tengjast ferðaþjónustu í kringum golf. Þetta fólk lagði sig fram um að kynna sig og sína golfvelli og ferðaþjónustur í kringum það. Við fundum fyrir miklu stolti og gleði hjá þessum aðilum og það er greinilegt að margir fulltrúar golfvalla um heim allan leggja mikið á sig til að ná þessum verðlaunum ár eftir ár. Einnig var öll umgjörð í hæsta gæðaflokki þessa tvo daga sem enduðu með stórglæsilegum gala kvöldverði og verðlauna afhendingu. Allt mjög vel skipulagt og fagmannlegt," sagði Guðmundur.



Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 23. nóvember 2024
Kiðjabergsvöllur útnefndur "Besti golfvöllur Íslands árið 2024" af World Golf Awards
Fleiri færslur
Share by: