GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Kiðjabergsvöllur hlotnaðist sá mikli heiður að vera útnefndur "Besti golfvöllur Íslands árið 2024" af World Golf Awards. Verðlaunahátíð var haldin í Madeira og var Guðmundur Ásgeirsson, formaður GKB, viðstaddur og tók við verðlaununum. Eiginkona hans, Jónína Magnúsdóttir, var með í för.
Þetta er í 11. skipti sem World Golf Awards er haldin, en hátíðin er hluti af World Travel Awards™ sem var stofnað árið 1993 til að verðlauna og fagna framúrskarandi árangri í öllum lykilgreinum ferðaþjónustu- og gistiiðnaðarins tengdum golfi. Í dag er vörumerki World Travel Awards™ viðurkennt á heimsvísu sem æðsta tákn um gæði afþreyingar og þjónustu.
Verðlaunahátíðir World Travel Awards™ eru taldar stórviðburðir á dagatali ferðaiðnaðarins, sóttar af helstu áhrifavöldum, forystumönnum og fjölmiðlum. Dagskráin, sigurvegararnir og styrktaraðilar hennar eru kynnt á heimsvísu á samfélagsmiðlum með fersku efni daglega.
Alþjóðleg atkvæðagreiðsla hefst í byrjun hvers árs og lýkur byrjun október. Atkvæði eru greidd af fagfólki sem starfar innan golf- og ferðaiðnaðarins – háttsettum stjórnendum, ferðaskipuleggjendum, umboðsmönnum og fjölmiðlafólki. Almenningur getur einnig greitt atkvæði.
World Golf Awards verðlaunahátíðin er haldin í mismunandi löndum ár hvert en í ár fór hún fram í Madeira þann 22. nóvember. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir bestu golfhótelin og golf-ferðaskrifstournar í hverju landi. Grímsborgir voru útnefnd sem besta gistingin á Íslandi og Golfsklálinn besta ferðaskrifstofan.
Útnefningin er mikil viðurkenning fyrir Golfklúbb Kiðjabergs og allan þann metnað og vinnu sem hefur verið lögð í golfvöllinn af stjórn, starfsmönnum og sjálfboðaliðum í gegnum árin. Golfklúbbur Kiðjabergs þakkar öllum þeim sem hafa aðstoðað við að gera golfvöllinn að því sem hann er í dag. Án þeirra hefði okkur ekki hlotnast þessi heiður.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is