"Besti golfvöllur Íslands árið 2024"

Valur Jónatansson • 23. nóvember 2024

Kiðjabergsvöllur útnefndur "Besti golfvöllur Íslands árið 2024" af World Golf Awards

Kiðjabergsvöllur hlotnaðist sá mikli heiður að vera útnefndur "Besti golfvöllur Íslands árið 2024" af World Golf Awards. Verðlaunahátíð var haldin í Madeira og var Guðmundur Ásgeirsson, formaður GKB, viðstaddur og tók við verðlaununum. Eiginkona hans, Jónína Magnúsdóttir, var með í för.

Þetta er í 11. skipti sem World Golf Awards er haldin, en hátíðin er hluti af World Travel Awards™ sem var stofnað árið 1993 til að verðlauna og fagna framúrskarandi árangri í öllum lykilgreinum ferðaþjónustu- og gistiiðnaðarins tengdum golfi. Í dag er vörumerki World Travel Awards™ viðurkennt á heimsvísu sem æðsta tákn um gæði afþreyingar og þjónustu.


Verðlaunahátíðir World Travel Awards™ eru taldar stórviðburðir á dagatali ferðaiðnaðarins, sóttar af helstu áhrifavöldum, forystumönnum og fjölmiðlum. Dagskráin, sigurvegararnir og styrktaraðilar hennar eru kynnt á heimsvísu á samfélagsmiðlum með fersku efni daglega.


Alþjóðleg atkvæðagreiðsla hefst í byrjun hvers árs og lýkur byrjun október. Atkvæði eru greidd af fagfólki sem starfar innan golf- og ferðaiðnaðarins – háttsettum stjórnendum, ferðaskipuleggjendum, umboðsmönnum og fjölmiðlafólki. Almenningur getur einnig greitt atkvæði.

World Golf Awards verðlaunahátíðin er haldin í mismunandi löndum ár hvert en í ár fór hún fram í Madeira þann 22. nóvember. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir bestu golfhótelin og golf-ferðaskrifstournar í hverju landi. Grímsborgir voru útnefnd sem besta gistingin á Íslandi og Golfsklálinn besta ferðaskrifstofan.

Útnefningin er mikil viðurkenning fyrir Golfklúbb Kiðjabergs og allan þann metnað og vinnu sem hefur verið lögð í golfvöllinn af stjórn, starfsmönnum og sjálfboðaliðum í gegnum árin. Golfklúbbur Kiðjabergs þakkar öllum þeim sem hafa aðstoðað við að gera golfvöllinn að því sem hann er í dag. Án þeirra hefði okkur ekki hlotnast þessi heiður.


Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: