GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Gull Styrktarmót GKB var haldið í dag, laugardaginn 30. júlí, á Kiðjabergsvelli. 172 keppendur mættu til leiks og var leikið Texas Scramble, tveir saman í liði. Helstu úrslit voru þau að Eilífð fegurð sigraði á 56 höggum nettó, sem verður að teljast frábært skor. Púttarar höfnuðu í öðru sæti á 57 höggum og Sykurpúðarnir í þriðja sæti á 59 höggum nettó.
Nándarverðlaun voru á öllum par-3 holum vallarins og voru eftirtaldir næstir holu:
3. braut: Jón Kristjánsson 3,35 m.
7. braut: Pétur Haraldsson 1,31 m.
12. braut: Arnar Freyr 2,00 m.
16. braut: Ingi Torfi 1,93 m.
Golfklúbbur Kiðjabergs þakkar keppendum fyrir komuna í dag og vonandi hafa þeir notið þess að spila völlinn okkar.
HÉR má sjá heildarúrslit.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is