GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Karlasveit GKB tók þátt í 1. deild Íslandsmóts golfklúbba sem lauk í dag, laugardag. Mótið að þessu sinni fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Korpúlfsstaðavelli.
Það er skemmst frá því að segja að sveit GKB varð að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild og leika í 2. deild að ári, eftir jafna og spennandi keppni um að halda sætinu í deildinni. Alls eru 8 lið sem leika í efstu deild karla þar sem að keppt er um Íslandsmeistaratitil golfklúbba.
Úrslit leikja í A-riðli voru sem hér segir:
Golfklúbbur Reykjavíkur - GKB 2,5 - 2,5
Golfklúbbur Vestmannaeyja - GA 1 - 4
Golfklúbbur Reykjavíkur - GA 3 - 2
Golfklúbbur Vestmannaeyja GKB 4 - 1
Golfklúbbur Reykjavíkur - GV 5 - 0
Golfklúbbur Akureyrar - GKB 3 - 2
Það reyndist dýrkeypt þegar upp var staðið að okkar menn þurftu að gefa einn leikinn á móti Golfklúbbi Akureyrar sem tapaðist naumlega, 3-2. Ástæðan var sú að klúbbmeistarinn Andri Jón Sveinbjörnsson varð að boða forföll þar sem hann var með veikt barn heima á föstudagsmorguninn. Reglur um sveitakeppni GSÍ kveða á um að ekki má skipta varamanni inn á, þó svo að liðsmaður forfallist á síðustu stundu. Þetta eru afar undarlegar reglur og þeim þarf að breyta.
Sveit GKB keppti um 5. - 8. sæti og tapaði fyrir Selfossi 5:0, Vestmanneyjum 4:1 en vann GS 3,5:1,5. Það fór svo að GKG varð Íslandsmeistari karla eftir að hafa unnið GR í úrslitaleik, 3:2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, varð
í þriðja sæti og GA í fjórða sæti.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð Íslandsmeistari í 1. deild kvenna. Golfklúbbur Reykjavíkur, varð í öðru sæti og GKG í því þriðja sæti.
Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitli golfklúbba árið 1961 og va mótið í ár það 62. í röðinni.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is