GKB leikur í 2. deild að ári

23. júlí 2022

GKB féll úr 1. deild  karla eftir spennandi viðureignir í Sveitakeppni GSÍ.

Karlasveit GKB tók þátt í 1. deild Íslandsmóts golfklúbba sem lauk í dag, laugardag. Mótið að þessu sinni fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Korpúlfsstaðavelli.


Það er skemmst frá því að segja að sveit GKB varð að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild og leika í 2. deild að ári, eftir jafna og spennandi keppni um að halda sætinu í deildinni. Alls eru 8 lið sem leika í efstu deild karla þar sem að keppt er um Íslandsmeistaratitil golfklúbba. 


Úrslit leikja í A-riðli voru sem hér segir:

Golfklúbbur Reykjavíkur - GKB 2,5 - 2,5

Golfklúbbur Vestmannaeyja - GA 1 - 4

Golfklúbbur Reykjavíkur - GA 3 - 2

Golfklúbbur Vestmannaeyja GKB 4 - 1

Golfklúbbur Reykjavíkur - GV 5 - 0

Golfklúbbur Akureyrar - GKB 3 - 2


Það reyndist dýrkeypt þegar upp var staðið að okkar menn þurftu að gefa einn leikinn á móti Golfklúbbi Akureyrar sem tapaðist naumlega, 3-2. Ástæðan var sú að klúbbmeistarinn Andri Jón Sveinbjörnsson varð að boða forföll þar sem hann var með veikt barn heima á föstudagsmorguninn. Reglur um sveitakeppni GSÍ kveða á um að ekki má skipta varamanni inn á, þó svo að liðsmaður forfallist á síðustu stundu. Þetta eru afar undarlegar reglur og þeim þarf að breyta. 


Sveit GKB keppti um 5. - 8. sæti og tapaði fyrir Selfossi 5:0, Vestmanneyjum 4:1 en vann GS 3,5:1,5.  Það fór svo að GKG varð Íslandsmeistari karla eftir að hafa unnið GR í úrslitaleik, 3:2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, varð

 í þriðja sæti og GA í fjórða sæti.


Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð Íslandsmeistari í 1. deild kvenna. Golfklúbbur Reykjavíkur, varð í öðru sæti og GKG í því þriðja sæti.

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitli golfklúbba árið 1961 og va mótið í ár það 62. í röðinni.

Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: