GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Pilsaþytur 2022 var haldinn á Kiðjabergsvelli 29. júlí og var ræst út klukkan 18:00. Sextíu konur skráðar til leiks að þessu sinni. Veðrið var gott til að byrja með, en endaði í rigningu sem náði þó ekki að skyggja á gleðina og hressleikann.
Mótið var 9 holu Texas Scramble þar sem 2 konur mynduðu hvert liði, vön og óvön. Vegleg verðlaun voru afhennt meðan keppendur fengu sér heita gúllassúpu hjá Rakel í golfskálanum. Öll verðlaun voru í boði styrktaraðila mótsins, Bygg, Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf.
Frábært kvöld - takk allir sem mættu.
Sjá myndir frá mótinu hér fyrir neðan:
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is