Stóra Texas Scramble mótið fer fram um næstu helgi á Kiðjabergsvelli. Við viljum endilega hvetja ykkur til að skrá ykkur enda upplagt tækifæri til að byrja sumarið. Ekki skemmir að veðurspáin er þokkaleg, og svo er enn búið að slaka á Covid hömlum.
Leikfyrirkomulag Texas Scramble tveir saman í liði.
Hámarks leik forgjöf karla 24 og kvenna 28
Forgjöf liða reiknast sem samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt með 2,5 - þó ekki hærra en forgjöf þess liðsmanns sem hefur lægsta vallarforgjöf.
Karlar sem verða 70 ára á árinu, og eldri spila frá Rauðum teig, en leikmenn geta að sjáfsögðu beðið um undaþágu frá því, með því að skrifa það í Skilaboð
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Annaðhvort er hægt að skrá lið, eða skrá sig sem einstakling, og svo mun mótsnefnd raða saman stökum leikmönnum í lið.
Við skráningu er hægt að bóka golfbíl fyrir mótið (7.000, kr).