Enn eru nokkrir rástímar lausir í 24 Open sem fram fer á Kiðjabergsvelli 11. til 12. júní. Glæsilegir ferðavinningar í boði frá Icelandair fyrir fimm efstu sætin. Auk þess sem veglegir vinningar eru fyrir að vera næstur holu á öllum par-3 brautum vallarins.
Ræst verður út frá klukkan 14 föstudaginn 11. júni til kl. 13:50 laugardaginn 12. júní. Keppnin stendur því yfir í rúman sólarhring.