Vinavellir GKB í sumar eru fimm talsins. Þeir eru: Svarfhólsvöllur á Selfossi, Hlíðarendavöllur á Sauðárkróki, Kirkjubólsvöllur í Sandgerði, Brautarholtsvöllur á Kjalarnesi og Öndverðarnes. Þessir klúbbar veita félagsmönnum GKB 50% afslátt á vallargjaldi á virkum dögum.
Þess ber að geta, að afslættirnir eiga ekki við um helgar.