Strákarnir í Meistaraflokknum okkar ætla að bjóða félagsmönnum uppá smá tilsögn nú í júní. Þetta verður með sama sniði og í fyrra, en það var einkar vel heppnað og vel sótt.
Þetta verður haldiðlalla laugardaga á milli 10:00 og 12:00 og dagskráin er sem segir:
5. júní: 10:00-12:00 - Pútt
12. júní: 10:00-12:00 - Stuttaspil
19. júní: 10:00-12:00 - Stuttaspil
26. júní: 10:00-12:00 - Full högg
Það þarf ekki að taka fram að allir eru velkomnir og leiðsögn verður sniðin að getu hvers og eins, jafnt byrjenda sem lengra komna. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessari frábæru þjónustu.
Hægt verður að skrá sig á GolfBox og nota eftirfarandi hlekki: