Stór golfhelgi á Kiðjabergsvelli

Valur Jónatansson • 13. júní 2024

Mikið um  að vera í Kiðjabergi um helgina

Það er frábær veðurspá þessa helgina, spáð er 15 til 19 gráðum, sól og litlum vindi. Það verður sannkölluð golfhelgi, enda mikið um að vera á vellinum. Við hvetjum því félagsmenn, sem ætla sér að spila Kiðjabergið um helgina, að panta rástíma sem fyrst og njóta þess að spila völlinn í rjómablíðu.


Vinkvennamót á föstudag
Föstudaginn 14. júní er vinkvennamót GKB og GKG. Um 80 konur taka þátt en mótið hefur ávallt verið vel sótt.
Klúbbmeðlimir og aðrir sem ætla sér að spila 18 holur geta bókað rástíma á 1. holu til kl. 9.10 en þurfa að hætta leik kl. 14 ef hringur hefur ekki verið kláraður. Ef viðkomandi er á leigugolfbíl þarf að hætta leik 13.30.
Ef einungis á að spila 9 holur geta klúbbmeðlimir hafið leik á fyrri eða seinni lykkjunni til 10.30. Kylfingar þurfa að hætta leik kl. 14. Gert er ráð fyrir að völlurinn opni aftur fyrir almenna umferð kl. 17.40. Mögulegt verður að hefja leik bæði á 1. og 10. teig.


Golfnámskeið á laugardaginn
Golfkennararnir, Guðjón Daníelsson og Ari Magnússon, munu bjóða upp á námskeið fyrir meðlimi GKB og aðra laugardaginn 15. júní nk. frá klukkan 13.30 til 15.30. Námskeiðið verður haldið á æfingasvæðinu að Kiðjabergi, þar sem farið verður í púttin, stutta spilið, sandinn, járnin og driver. - Sem sagt allt heila klabbið.
Komi til þess að eftirspurn verði meiri en framboð munu þeir félagar leitast við að halda annað námskeið síðar í sumar fyrir þá sem ekki komast að í þetta sinn.
Áhugasamir hafið samband með því að senda póst á 
gudjond@gmail.com


Myndir: Golfkennararnir Guðjón og Ari.

Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: