GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Þann 28. og 29. júní næstkomandi verður hið árlega, og stærsta opna golfmót ársins, Gull 24 Open haldið á Kiðjabergsvelli. Leikfyrirkomulag er punktakeppni og verða alls fjórir flokkar þar sem veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin í hverjum flokki. Ennfremur verða verðlaun fyrir besta skor í höggleik.
Flokkar
Karlar +8 til 15,9 í forgjöf
Karlar 16 og hærra í forgjöf (hámark 24 í leikforgjöf)
Konur +8 til 19,9 í forgjöf
Konur 20 og hærra í forgjöf (hámark 32 í leikforgjöf)
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum, sérstök holu í höggi verðlaun, lengsta pútt ofan í holu á 18. holu o.fl.
Mótið verður stórglæsilegt í alla staði en heildarverðmæti vinninga er vel yfir ein milljón króna. Á meðal verðlaun er fatnaður frá 66* Norður, gjafabréf frá Eagle Golfferðir, Nespressó kaffivélar, skór frá Ecco, drykkir frá Ölgerðinni og golfhringir hjá Golfklúbbi Kiðjabergs.
Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í þessu skemmtilega móti.
Skráning er í fullum gangi á
Golfbox.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is