GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Lið BjöBja, sem var skipað GR-ingunum Bjarka Marinó Albertssyni og Björgvini Atla Júlíussyni, sigraði í Stóra Texas Scramble mótinu, sem fram fór á Kiðjabergsvelli í gær, laugardaginn 8. júní. Þeir félagar léku á 59 höggum nettó, eða 12 höggum undir pari vallar.
Tvö önnur lið, Prýðisfólk og ET, voru á sama skori, en lið BjöBja var á besta skorinu á seinni níu. 64 lið mættu til leiks og var spilað tveggja manna texas. Uppselt var í mótið og komust því færri að en vildu.
Næstir holu:
3. hola: Helena K. Brynjólfsdóttir - 2,21m
7. hola: Sæþór Ólafsson - 3,79m
12. hola: Mr. Crane - 1,27m
16. hola: Emil Þór Ragnarsson 2,72m
HÉR má sjá öll úrslit í mótinu.
Verðlaun:
1. sæti - 2x 35 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs
2. sæti - 2x 30 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs
3. sæti - 2x 25 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni og gjafabréf f. tvo á Golfklúbbi Kiðjabergs
Nándarverðlaun eru frá Ölgerðinni á öllum par 3 holum.
GKB þakkar öllum fyrir góða þátttöku og skemmtilega keppni. Vinningshafar geta vitjað um vinninga sína í Golfskálanum Kiðjabergi.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is