Meistaramót GKB fór fram laugardaginn 18. júlí. Mótið átti upphaflega að standa yfir í fjóra daga, en vegna hvassviðris var spilaður aðeins einn hringur, nema hjá meistaraflokki karla sem lék tvo hringi. Veðrið var ekki alveg að leika við keppendur, enda var mjög hvasst á vellinum og fóru hviður upp í 14 m/s. Skorið var því yfirleitt ekki eins gott og ella.
Allir skemmtu sér hins vegar vel og létu veðrið litíð á sig fá eins og sjá má á myndaseríunni sem hér fylgir. (Setja bendilinn yfir myndirnar og þá stækka þær).