Sturla Ómarsson og Brynhildur Sigursteinsdóttir sigruðu í meistaraflokki karla og kvenna á meistaramóti GKB, sem fram fór á Kiðjabergsvelli laugardaginn 18. júlí. Veðrið setti mark sitt á mótið sem átti að standa yfir í fjóra daga, en varð bara einn keppnisdagur vegna hvassviðris. Allir keppendur léku einn hring, nema meistaraflokkur karla, sem lék tvo hringi.
Eins og áður segir var bálhvasst meðan kylfingar léku og var skorið því ekki eins og ella hefði orðið, ef aðstæður hefðu verið góðar. Keppendur létu þetta lítið á sig fá og reyndu að brosa í gegnum annað og klára keppnina. Um kvöldið var síðan veglegt lokahóf í golfskálanum þar sem keppendur og aðrir gestir tóku vel til matar síns og skemmtu sér vel.
Á verðlaunaafhendingunni um kvöldið fékk Guðni Björnsson Háttvísibikarinn til varðveislu í eitt ár. Hann hefur verið vélarmaður í hlutastarfi hjá klúbbunum og hefur einnig séð um viðhald á golfbílum fyrir félagsmenn. Hann er vel að þessari viðurkenningu kominn.