Meistaramót 2020 - úrslit

Gkb gkb • 19. júlí 2020

Sturla og Brynhildur meistarar GKB 2020

Sturla Ómarsson og Brynhildur Sigursteinsdóttir sigruðu í meistaraflokki karla og kvenna á meistaramóti GKB, sem fram fór á Kiðjabergsvelli laugardaginn 18. júlí. Veðrið setti mark sitt á mótið sem átti að standa yfir í fjóra daga, en varð bara einn keppnisdagur vegna hvassviðris. Allir keppendur léku einn hring, nema meistaraflokkur karla, sem lék tvo hringi.

Eins og áður segir var bálhvasst meðan kylfingar léku og var skorið því ekki eins og ella hefði orðið, ef aðstæður hefðu verið góðar. Keppendur létu þetta lítið á sig fá og reyndu að brosa í gegnum annað og klára keppnina. Um kvöldið var síðan veglegt lokahóf í golfskálanum þar sem keppendur og aðrir gestir tóku vel til matar síns og skemmtu sér vel.

Á verðlaunaafhendingunni um kvöldið fékk Guðni Björnsson Háttvísibikarinn til varðveislu í eitt ár. Hann hefur verið vélarmaður í hlutastarfi hjá klúbbunum og hefur einnig séð um viðhald á golfbílum fyrir félagsmenn. Hann er vel að þessari viðurkenningu kominn.

Helstu úrslit voru sem hér segir:

Meistaraflokkur karla:
1. Sturla Ómarsson 175 högg
2. Haraldur Þórðarson 182 högg
3. Halldór Heiðar Halldórsson 183 högg

Meistaraflokkur kvenna:
1. Brynhildur Sigursteinsdóttir 91 högg
2. Theodóra Stella Hafsteinsdóttir 98 högg
3. Þuríður Ingólfsdóttir 99 högg

1. flokkur kvenna:
1. Sigrún A. Þorsteinsdóttir 
2. Unnur Jónsdóttir
3. Sigrún Ragnarsdóttir

1. flokkur karla:
1. Pálmi Þór Pálmason 
2. Helgi Þór Jóhannsson
3. Jóhann Ásgeir Baldursson

2. flokkur karla:
1. Ágúst Friðgeirsson
2. Jens Magnús Magnússon

3. flokkur karla:
1. Stefán Vagnsson
2. Þórólfur Jónsson
3. Þröstur Már Sigurðsson

Opin flokkur kvenna (punktakeppni):
1. Kristjana Kristjánsdóttir
2. Kristín B. Eyjólfsdóttir
3. Sigurlína Gunnarsdóttir

Öldungaflokkur kvenna (punktakeppni):
Helga Dóra Ottósdóttir
Sigrún Sjöfn Helgadóttir
Mjöll Björgvinsdóttir

Öldungar karla (punktakeppni):
Jón Ásgeir Eyjólfsson
Gestur Jónsson
Gunnar Þorsteinsson

Unglingaflokkur drengja:
Ásþór S. Ragnarsson
Björn Atli Rúnnarsson
Logi Þórólfsson

Nándarverðlaun:
3. braut: Sigrún A. Þ. -  70 cm
7. braut: Theódór Halldórsson - 209,5 cm
12. braut: Jón Bjargmundsson - 520 cm
16. braut: Stella Hafsteinsdóttir - 107 cm.

Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: