Gríðarlega góð stemmning var á KÉRASTASE kvennamótinu á Kiðjabergsvelli í gær, sunnudaginn 19. júlí. 65 konur luku leik í frábæru veðri. Völlurinn skartaði sínu fegursta og aðstæður sjaldan eða aldrei verið betri.
Theodóra Stella Hafsteinsdóttir úr GKB lék best allra, kom inn á 83 höggum og fékk 42 punkta. Margrét Jamchi Ólafsdóttir úr GR kom næst, lék á 38 punktum.
Lengsta drive á 4. holu: Margrét Jamachi Ólafsdóttir
Nándarverðlaun, hola 7: Regína Sveinsdóttir (GKB) 6,7 m.
Nándarverðlaun hola 16: Sigurlaug Jóhannsdóttir 1,34 m