Vegna slæmra veðurhorfa hefur Mótanefnd GKB ákvðeðið að stytta meistaramótið, þannig að það verður spilað yfir 2 daga, föstudag og laugardag. Leikfyrirkomulag og flokkar verða óbreyttir. Einnig eru engar breytingar á Opna Meistaramótinu.
Þar sem þetta gefur fleiri möguleika á að skrá sig, og spila 2 góða hringi í þokkalegu veðri, þá er enn betra tilefni til að veislan í golfskálanum á laugardaginn verði hin skemmtilegasta.
Við hvetjum alla, líka þá sem ekki spila í mótinu að koma og taka þátt í þessari skemmtun okkar á laugardagskvöldið.