Takið þátt í fjölmennasta móti ársins!

Valur Jónatansson • 22. júní 2024

Verðmæti vinninga er yfir ein milljón króna

Glæsilegasta og fjölmennasta golfmót ársins, GULL 24 OPEN, fer fram á Kiðjabergsvelli 28. til 29. júní. Ræst verður út stanslaust í 24 tíma, eða sólarhring. Frá 14:00 á föstudegi til kl 13:50 á laugardegi. Heildarverðmæti vinninga er yfir ein milljón króna.


Leikfyrirkomulag verður einstaklings punktaleikur með forgjöf (fjórir flokkar) og besta skor. Hámarksforgjöf hjá körlum er 24 og konum 32. Golfskálinn verður opinn alla nóttina.

Glæsilegir vinningar fyrir fimm efstu sætin í fjórum punktaflokkum - tveir karlaflokkar og tveir kvennaflokkar.

Einnig veitt verðlaun fyrir besta skor (bæði kyn saman í flokki)

Verðlaun fyrir fimm efstu í punktaflokkum

1. sæti - Öxi jakki frá 66 Norður og 50 þúsund króna gjafabréf hjá Eagle Golfferðir

2. sæti - Vatnajökull vesti frá 66 Norður og 25 þúsund króna gjafabréf hjá Eagle Golfferðir

3. sæti - Ecco LT1 golfskór, og gjafabréf fyrir tvo á Kiðjabergsvöll

4. sæti - Tindur vesti frá 66 Norður og kassi af Egils Gull

5. sæti - Kría vesti frá 66 Norður og kassi af Egils Gull

Besta skor

Ecco LT1 golfskór, kassi af Egils Gull og gjafabréf fyrir tvo á Kiðjabergsvöll

Ath. einungis karlar sem spila af gulum teigum geta unnið til verðlauna fyrir besta skor. Konur spila af rauðum.


Frábær nándarverðlaun frá Nespressó, Ölgerðinni, o.fl.

Nándarverðlaun

3. hola - Kassi af Egils Gull og hringur f. tvo á Kiðjabergsvelli.

7. hola – Nespressó kaffivél og kassi af Egils Gull

12. Hola – Nespresso kaffivél og kassi af Egils Gull

16. Hola – Kassi af Egils Gull og hringur f. tvo á Kiðjabergsvelli


​Holu í höggi verðlaun á 16. holu - 100 þúsund króna gjafabréf hjá Eagle Golfferðir 

​Holu í höggi verðlaun á 12. holu - Ársaðild í Golfklúbb Kiðjabergs golftímabilið 2025

​Lengsta pútt á 18. holu - Gjafabréf f. tvo á Kiðjabergsvöll

ATH. Ef kylfingar undir 20 ára aldri vinnur til nándarverðlauna fær viðkomandi sama magn af Collab í stað Egils Gull.


Fyrirspurnir varðandi golfbíla sendið póst á gkb@gkb.is


Við skráningu á GolfBox er hægt að skrá 4 leikmenn samtímis á rástíma. Leikmenn eru skráðir með félagsnúmeri þannig að þau þurfa að vera tiltæk (t.d. 12-3456). Sá sem skráir leikmenn þarf að greiða fyrir alla.


Verð í mótið er 8.000 kr. og greiðist við skráningu. 

Karlar að verða 14 ára að aldri og yngri auk karla að verða 70 ára og eldri leika af rauðum teig nema að þeir ætli að taka þátt í höggleik án forgjafar. Þá leikið af gulum teigum.


ATH. Þeir karlmenn sem ætla að taka þátt í besta skori án forgjafar þurfa að spila af gulum teigum. Allar konur spila af rauðum teigum.

ATH. Mótsgjald er óendurkræft ef hætt er við þátttöku innan 24klst frá fyrsta rástíma.


Hægt er að skrá sig í mótið HÉR.


Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: