GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Stefnt er að því að halda Pro-Am mót á Kiðjabergsvelli þriðjudaginn 1. ágúst. Klúbbmeðlimum býðst þá einstakt tækifæri til að leika við hlið bestu kylfinga landsins.
GKB Pro-Am er mót sem samanstendur af 3ja manna liðum þar sem og einn atvinnumaður (pro) spilar með í hverjum ráshópi. Þetta mót er fyrsta sinnar tegundar á landinu, en margir af bestu kylfingum landsins hafa boðað komu sína.
Leikið er 3ja manna betri bolti og fær hvert lið einn "Próa" til að spila með. Próarnir spila sín á milli höggleik án forgjafar og auka leik sem heitir "Skins". Próarnir munu vera í sínu besta formi en GKB Pro-Am mótið er haldið á milli Íslandsmótanna í holukeppni og höggleik.
Frábær verðlaun í boði í liðakeppninni auk nándarverðlauna á öllum par 3 holum vallarins og einnig í lengsta höggið í tveimur höggum á 18. holu. Próar leika í sér móti þar sem verðlaunafé er fyrir efstu fimm sætin.
Innifalið í mótsgjaldi eru léttar veitingar fyrir hring, nesti og drykkur til að taka með út á völl og matur að hætti Rakelar í golfskálanum að leik loknum. Takmarkaður fjöldi liða (hámark 20). Ræst er út samtímis kl. 13.
Meðal kylfinga sem hafa boðað komu sína (með fyrirvara um breytingar) er European Tour kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari karla í höggleik 2023, atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, Sigurður Arnar Garðarsson, Aron Snær Júlíusson ásamt fleirum.
Þetta er frábært tækifæri að spila með einum af bestu kylfingum landsins, fylgjast með þeim spila sitt besta golf í návígi og fá ráðleggingar á meðan leik stendur.
Áhugasamir senda póst á gkb@gkb.is
Mynd: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, best kylfingur Íslands um þessar mundir, mætir á Kiðjabergsvöll 1. ágúst.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is