GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Föstudaginn 4. ágúst nk. verður Pilsaþytur í Kiðjabergi. Litaþemað í ár litagleði, sumar og sól . Keppendur klæðist því litríkasta sem þeir eiga. Skráningu lýkur í Golfboxinu 28. júlí kl. 12:00.
Mótið er 9 holu Texas Scramble kvennamót, þar sem 2 konur eru saman í liði, vön og óvön. Leiknar verða holur 1-9. Ræst verður út stundvíslega kl: 18.00. Hámarksfjöldi í mótið er 64 konur (16 holl og 34 lið).
Hámarksleikforgjöf er 36 og reiknast forgjöf hvers liðs þannig: samanlögð forgjöf liðsins deilt með 4 en leikforgjöf liðsins er þó aldrei hærri en forgjöf þeirrar sem er með lægri forgjöfina.
Verðlaun eru veitt til þriggja efstu liðanna í mótinu. Þær konur sem slá inná "green" á sjöundu fá verðlaun. Verðlaun eru í boði BYGG, byggingafélags Gylfa og Gunnars sem eru styrktaraðilar mótsins.
Þetta verður sannkallað Gleðimót með stóru G-i þar sem meðal annars akandi bar verður á staðnum.
Kylfingar sem eru ekki með aðildarnúmer í golfklúbbi senda póst á bethanna1705@gmail.com með nafni liðsins og forgjöf ásamt nafni þeim liðsfélaga sem ætlunin er að spila með. Athugið að ekki er hægt að skrá sig á staðnum eða eftir að skráningartíma lýkur þann 28. júlí.
GKB konur eru hvattar til að bjóða með sér vinkonu í mótið. Sköpum skemmtilega stemmingu á Kiðjabergi. Verð aðeins kr. 3.000 kr.
Í boði verður dýrindis súpa að hætti Rakelar að leik loknum. Panta þarf súpuna fyrirfram í Golfboxinu og kostar 3.500 kr.
Óskir um golfbíl sendast á gkb@gkb.is. Til að vera viss um að fá golfbíl þarf að fá staðfestingu frá golfklúbbnum.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is