GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Eitt glæsilegasta og fjölmennasta mót ársins, GULL 24 OPEN, fór fram á Kiðjabergsvelli um helgina. Ræst var út í heilan sólarhring, frá klukkan 14:00 á föstudegi til 13:45 á laugardegi. Töluverður vindur var á vellinum á föstudeginum, en á laugardag var bongóblíða, sól og hiti um 20 gráður. Rúmlega 300 keppendur voru skráðir til leiks í mótinu.
Heildarverðmæti vinninga var um ein og hálf milljón króna. Leikfyrirkomulag var einstaklings punktakeppni með forgjöf (fjórir flokkar) og besta skor.
Verið er að fara yfir öll úrslit úr mótinu og verða þau birt hér á síðunni síðar.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá keppninni á laugardaginn.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is