Vignir Þ. Hlöðversson og Kristófer Helgi Helgason sigruðu í lokamóti Meistaramóts í betri bolta sem fram fór á Kiðjabergsvelli sunnudaginn 16. ágúst. Þeir fengu samtals 45 punkta og munu keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu lokamóti "International Pairs" í Portúgal í nóvember á næsta ári.
48 lið höfðu unnið sér inn sæti í úrslitamótinu með þátttöku í undankeppni og kepptu um aðalverðlaunin. Kiðjabergsvöllur skartaði sínu allra fegursta og veðrið eins og best verður á kosið. Keppendur voru allir kampakátir með þær aðstæður sem boðið var upp á.
Hekla Daðadóttir úr GM gerði sér lítið fyrir og nældi sér í nándarverðlaun á tveimur holum, þeirri þriðju og tólftu. Vel gert hjá henni.
Annars voru úrslit í mótinu sem hér segir: 1Helgason/Hlöðversson 45 punktar
2 Jóhannsson/Sigurðsson 44
3 Sturluson/Stefánsson 42
4 Bragason/Sveinsson 42
5 Ragnarsdóttir/Bragason 42
6 Hjaltason/Sigþórsson 42
7 Daðadóttir/Stephensen 42
8 Eiríksson/Jóhannsson 41
9 Kristjánsson/Jónasson 40
10 Hrólfsson/Sævarsson 40
11 Jensen/Guðlaugsson 40
12 Helgason/Pétursson 39
13 Guðfinnsson/Jónasson 39
14 Hafliðason/Hlöðversson 39
15 Brynjólfsson/Gestsson 39
16 Karlsson/Skúlason 39
17 Guðnason/Hafsteinsson 39
18 Jóhannsson/Gíslason 38
19 Gunnarsson/Jónsson 38
20 Villalobos/Helgason 38
21 Kristjánsson/Kristjánsson 38
22 Þorvarðarson/Ásgeirsson 38
23 Magnússon/Magnússon 36
24 Þorvaldsson/Ragnarsson 36
25 Viðar/Benediktsson 36
26 Sæmundsdóttir/Hinriksson 36
27 Jakobsson/Þórisson 35
28 Matthíasson/Hákonarson 35
29 Guðjónsdóttir/Jakobsson 35
30 Skúlason/Elmarsson 35
31 Sigurðarson/Hjaltested 35
32 Halldórsson/Ólafsdóttir 34
33 Karlsson/Guðmundsson 34
34 Óskarsson/Einarsson 34
35 Sigurðardóttir/Bjarnadóttir 34
36 Jónsdóttir/Óskarsdóttir 34
37 Hólm/Hólm 34 38 Karlsson/Gunnarsson 33
39 Jóhannesson/Hall 33
40 Guðmundsson/Jakobsson 33
41 Sváfnisson/Guðmundsdóttir 33
42 Hinriksdóttir/Blöndal 31
43 Sigurbjörnsson/Óskarsson 30
44 Haraldsson/Þórðarson 29
45 Þormóðsson/Haraldsson 29
46 Sigurjónsson/Þórsson 28
47 Einarsdóttir/Árnason 25
Næstir holu:
3. braut: Hekla Daðadóttir 114 cm
7. braut: Guðbjörg Elín 3,59 m
12. braut: Hekla Daðadóttir 60 cm
16. braut: Hörður S Óskarsson
Meistaramótið í betri bolta snýr svo aftur á næsta ári þegar leitað verður að fulltrúa Íslands fyrir lokamót ársins 2021.