158 keppendur mættu til leiks í hinu árlega Gull-móti GKB, sem fram fór á Kiðjabergsvelli í dag, laugardaginn 1. ágúst. Mótið er haldið til styrktar liðinu okkar sem tekur þátt í Sveitakeppni GSÍ og var spilað Texas Scramble.
Sigurliðið var "2ja metra reglumenn", sem var skipað þeim Birgir Sverrissyni og Svavari Geir Svavarssyni, sem léku á 54 höggum nettó. Annars var yfirleitt gott skor og keppni jöfn og spennandi.