Gull 24 OPEN 1. og 2. júlí

Birki Birgisson • 5. júní 2022

Á Gull 24 OPEN golfmótinu eru 480 keppendur ræstir út á 24 tímum.

Skráning er hafin á 24 Open, einn magnaðasta golfviðburð ársins, þar sem ræst er út viðstöðulaust í 24 tíma. Keppni hefst kl. 14 á föstudegi og lýkur sólarhring síðar.


Í aðalverðlaun eru 5 ferðavinningar frá Icelandair og einnig eru veitt glæsileg nándarverðlaun á

öllum par 3 holum vallarins að verðmæti 80.000 kr.


Leikfyrirkomulag er einstaklingspunktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf hjá körlum er 24 og 28 hjá

konum.


Mótsgjaldið á Gull 24 Open er 7.000 kr.


Skráning er hafin í Gull 24 open golfmótið. Skráðu þig í mótið  HÉR!


„Okkar markmið er að þetta mót verði sterkt aðdrátt­ar­afl fyr­ir ís­lenska sem og er­lenda kylf­inga í framtíðinni. Það er fátt sem jafn­ast á við að leika golf á þess­um árs­tíma þegar dags­birt­an er til staðar all­an sól­ar­hring­inn. Kiðjabergs­völl­ur er að margra mati eitt fal­leg­asta vall­ar­stæði lands­ins. ,“ segir Birkir Már Birkisson, framkvæmdastjóra Golf­klúbbs­ins Kiðjabergs.


„Við höfum sett okkur það markmið að halda fjölmennasta golfmót Íslandssögunnar – og gera jafnframt atlögu að setja heimsmet í leiðinni. Markmið okkar er að búa til skemmtilega upplifun fyrir mótsgesti þar sem við leggjum einnig áherslu góðan leikhraða, “ segir Birkir Már.




Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: