Grand Open fer fram á Kiðjabergsvelli laugardaginn 22. maí og er þetta jafnframt fyrsta mót sumarsins.
Leikfyrirkomulag er Betri bolti, tveir saman í liði. Hámarks leikforgjöf karla er 24 og kvenna 28.
Karlar sem verða 70 ára á árinu, og eldri spila frá rauðum teig, en leikmenn geta að sjáfsögðu beðið um undaþágu frá því, með því að skrifa það í skilaboð til gkb. Skráning fer fram á www.golf.is
Verðlaun fyrir 3 efstu sætin:
1. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni
2. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni
3. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni.
Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum og koma verðlaunin frá Ölgerðinni.
Ekki er enn hægt að velja rástíma í mótum þar sem um er að ræða lið.
Því er nauðsynlegt að skrá sig á ákveðinn hátt, til að tryggja að allir fái ósk sína uppfyllta.
1) Skrá nafn liðsins
2) Skrá félaga í liðinu með félagsnúmeri (GKB meðlimir munið 57-xxx)
3) Velja hvort þið viljið ræsingu snemma eða seint
4) Skrifa skilaboð um með hverjum þið viljið spilaþ
Hægt verður að fá humarsúpu í skálanum að leik loknum á 2500 kr.