Frá og með laugardeginum 8. maí verða allar holur (green) Kiðjabergsvallar opnar fyrir félagsmenn. Enn er ekki leyfilegt að nota golfbíla, þar sem jarðvegurinn hefur ekki enn náð sér að fullu eftir veturinn.
Einnig verður völlurinn ekki opnaður fyrr en kl. 10:30 vegna næturfrost og kulda.
Vinnudagur GKB og Lóðafélagsins
Laugardaginn 15. maí verður hinn árlegi vinnudagur Lóðafélagsins og GKB. Mæting er kl. 9:30 í skemmunni þar sem störf verða mönnuð. Þegar líður að hádegi er boðið upp á pylsur og gos í skálanum.
Munið þó að það eru enn í gildi ýmsar reglur vegna Covid-19 og við munum að sjálfsögðu fara eftir þeim.
Við höfum talsvert af verkfærum, en þó væri gott ef nokkrir hefðu með sér trjáklippur.