Kæru klúbbfélagar. Frá og með 1. maí opnum við fyrir umferð á seinni 9 holur holur vallarins og eingöngu fyrir félagsmenn. Við viljum biðja ykkur að hafa í huga að enn er mikill vetur í vellinum og mikið frost enn í jörðu. Því er umferð golfbíla stranglega bönnuð og verður það örugglega næstu 10 dagana hið minnsta.
Buið er að opna fyrir skráningu á golfboxinu frá klukkan 11 laugardag og sunnudag. Þetta er frá kl 11 vegna þess að spáð er næturfrosti í Kiðjaberginu um helgina. Stranglega bannað verður að hefja leik fyrir kl 11 þessa daga.
Biðjum ykkur að ganga vel um völlinn okkar og muna eftir flatargöfflunum, því flatirnar eru mjög mjúkar og viðkvæmar.