Skráning er hafin í 24 Open sem fram fer á Kiðjabergsvelli í júní. Mótið mun standa yfir í sólarhring, hægt að skrá sig í rástíma í 24 tíma. Byrjað verður að ræsa út keppendur kl. 14:00 föstudaginn 11. júní og ræst út til kl. 13:50 laugardaginn 12. júní.
Reiknað er með að þetta mót verði árlegur viðburður og spennandi kostur fyrir erlenda ferðamenn sem vilja upplifa að leika miðnæturgolf. „Við stefnum á að þetta mót verði sterkt aðdráttarafl fyrir íslenska sem og erlenda kylfinga í framtíðinni. Það er fátt sem jafnast á við að leika golf á þessum árstíma þegar dagsbirtan er til staðar allan sólarhringinn,“ segir Birkir Már Birkisson, framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Kiðjabergs.