Golfferð félagsmanna í vor

Valur Jónatansson • 10. september 2023

Nú er rétti tíminn til að forskrá sig í vorferð GKB til Fairplay Golf í vor

Alls hafa um 30 manns forskráð sig í vorferð GKB til Fairplay Golf and Spa Resort, en ferðin stendur yfir frá 28. apríl til 9. maí (11 nætur).  Alls eru í boði 52 sæti í ferðina og því ekki seinna vænna en að skrá sig sem fyrst til að missa ekki af þessari frábæru ferð. Síðasta ferð, sem var til La Sella, sló í gegn og var mikil ánægja meðal allra ferðalanga með svæðið og Kalla fararstjóra. Verður þessi ferð ekki síðri.

Um Fairplay Golf and Spa Resort:
5 stjörnu áfangastaður sem slegið hefur í gegn hjá farþegum Golfsögu.

Sveitarómantík með einstaklega skemmtilegum 18 holu golfvelli sem hentar jafnt byrjendum sem meistaraflokkskylfingum.

Öll aðstaða til golfiðkunar og afslöppunar er til fyrirmyndar og skartar hótelið glæsilegri heilsulind, líkamsrækt, hlaðborð og A la carte veitingastað.
Einstök perla sem allir verða að upplifa.

Innifalið í ferð:

  • Leiguflug með Icelandair til & frá Jerez
  • 20kg taska og golfsett 15kg
  • Gisting með hálfu fæði
  • Drykkir á bar & veitingastað frá kl 17-23 
  • 2x frítt í Spa í 10 nátta ferð
  • Rúta til og frá flugvelli
  • Ótakmarkað golf
  • Golfbíll í 18 holur á dag
  • 1x kvöldverður á Mar De Campo
  • Traust fararstjórn

Verð í tvíbýli - 384,900 kr á mann
Verð í einbýli - 434,900 kr á mann

Áhugasamir sendið póst á 
gkb@gkb.is varðandi forskráningu.

 Hægt að forskrá sig HÉR.

Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: