GKB hélt sæti sínu í 2. deild karla í Sveitakeppni GSÍ, sem fram fór á Garðavelli á Akranesi um liðna helgi. Selfyssingar sigruðu og færast því upp í 1. deild að ári. GKB hafnaði í sjöunda sæti, en Húsvíkingar féllu í 3. deild.
Alls tóku 8 golfklúbbar þátt, og var þeim skipt upp í tvo riðla. Hver klúbbur lék þrjá leiki í riðlakeppni, og tvö efstu liðin úr hvorum riðli léku í undanúrslitum.