GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Meistaraflokkur karla tók forskot á sæluna í Meistaramóti GKB og lék um síðustu helgi. Ástæðan var sú að einhverjir eru að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem hófst á Hólmsvelli í Leiru í dag.
Veður setti stóran svip á keppnina um síðustu helgi og tókst aðeins að leika 18 holur af 54. Leikar fóru þannig að Andri Jón Sigurbjörnsson bar sigur úr býtum. Hann spilaði hringinn á 76 höggum, eða 5 höggum yfir pari við mjög krefjandi aðstæður.
Axel Ásgeirsson og Arnar Snær Hákonarson voru jafnar í 2. til 3. sæti á 79 höggum, eða 8 höggum yfir pari.
Alls tóku ellefu kylfingar þátt.
Helstu úrslit voru sem hér segir:
1. Andri Jón Sigurbjörnsson - 76 högg +5
2-3. Axel Ásgeirsson - 79 högg +8
2-3. Arnar Snær Hákonarson - 79 högg +8
4-5. Árni Gestsson - 80 högg +9
4-5. Halldór Heiðar Halldórsson 80 högg +9
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is