GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Pilsaþytur 2023 var haldinn á Kiðjabergsvelli 4. ágúst og var ræst út klukkan 18:00. Sextíu og átta konur voru skráðar til leiks að þessu sinni. Veðrið var dásamlegt og réð hressleikinn og gleðin ríkjum.
Mótið var 9 holu Texas Scramble þar sem tvær konur mynduðu hvert liði, vön og óvön. Vegleg verðlaun voru afhent fyrir 1-3 sætið ásamt útdráttarvinningum meðan keppendur gæddu sér á dásamlegri aspassúpu hjá Rakel í golfskálanum.
BYGG, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars var styrktaraðili mótsins eins og síðustu ár og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir.
Takk fyrir frábært kvöld!
'
Myndir frá deginum (smelltu á myndirnar til að stækka þær):
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is