GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Um 45 meðlimir GKB mættu á félagsfund sem var haldinn í klúbbhúsi GKB laugardaginn 9. desember. Fundarstjóri var Guðmundur Ásgeirsson og fundarritari var Jónas Kristinsson.
Á fundinum voru ýmis atriði rætt en dagskráin var svohljóðandi:
1. Fundargestir velkomnir af fundarstjóra og formanni GKB - Guðmundur Ásgeirsson
2. Viðhorfskönnun GKB 2023 - Þórður Rafn Gissurarson, framkvæmdastjóri GKB
3. Aðalþing GSÍ - Guðmundur Ásgeirsson, formaður GKB
4. Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði - Þórhalli Einarsson, vallarnefnd GKB
5. Önnur mál og umræður.
Viðhorfskönnunin verður gerð opin fyrir klúbbmeðlimi GKB á næstu dögum þar sem hægt er að skoða hvernig golfklúbburinn kom út meðal kylfinga árið 2023. Leitast verður við að setja könnina á Facebook síðu GKB og heimasíðu klúbbsins.
Stjórn GKB þakkar öllum þeim sem sáu sér fært að mæta á fundinn og komu með athugasemdir og tillögur t.d. ruslatunnur á Kiðjabergsvelli, betri merkingar á golfvelli, stígur á 1. holu, boltaþvottavélar o.fl.
Hlökkum til að sjá sem flesta á aðalfundi GKB mánudaginn 18. desember kl. 16.30 í Borgartúni 35 - Samtök Iðnaðarins (jarðhæð).
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is