Unnið við vökvunarkefi
Vökvunarkerfi komið á fyrri hluta Kiðjabergsvallar

Þrekvirki var unnið af sjálfboðaliðum Golfklúbbs Kiðjabergs í síðustu viku við að klára lagningu á vökvunarkerfi á fyrri hluta (fyrri 9) Kiðjabergsvallar!
Það má segja að sannkallað þrekvirki hafi verið unnið í Kiðjabergi, en vökvunarkerfi var lagt við allar flatir á fyrri hluta Kiðjabergsvallar. Ekki hefði verið mögulegt að gera þetta án hjálpar frábærra sjálfboðaliða sem unnu ötullega við að grafa upp, tyrfa, kantskera, leggja rör og margt fleira sem þurfti til að koma kerfinu í gagnið. Veðrið var á allavegu. Allt frá brakandi blíðu til rigningar og vindabola sem gerði verkefnið ívið erfiðara.
Golfklúbbur Kiðjabergs er mjög heppinn að eiga svona sjálfboðaliða og á klúbburinn þeim miklar þakkir. Um er að ræða straumhvörf fyrir Kiðjabergsvöll sem auðveldar allt sem viðkemur viðhaldi á flötum og teigum sem og hækka standard vallarins yfir höfuð.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá vinnu sjálfboðaliðanna.