Unnið við vökvunarkefi

Valur Jónatansson • 11. september 2024

Vökvunarkerfi komið á fyrri hluta Kiðjabergsvallar

Þrekvirki var unnið af sjálfboðaliðum Golfklúbbs Kiðjabergs í síðustu viku við að klára lagningu á vökvunarkerfi á fyrri hluta (fyrri 9) Kiðjabergsvallar!


Það má segja að sannkallað þrekvirki hafi verið unnið í Kiðjabergi, en vökvunarkerfi var lagt við allar flatir á fyrri hluta Kiðjabergsvallar. Ekki hefði verið mögulegt að gera þetta án hjálpar frábærra sjálfboðaliða sem unnu ötullega við að grafa upp, tyrfa, kantskera, leggja rör og margt fleira sem þurfti til að koma kerfinu í gagnið. Veðrið var á allavegu. Allt frá brakandi blíðu til rigningar og vindabola sem gerði verkefnið ívið erfiðara.


Golfklúbbur Kiðjabergs er mjög heppinn að eiga svona sjálfboðaliða og á klúbburinn þeim miklar þakkir. Um er að ræða straumhvörf fyrir Kiðjabergsvöll sem auðveldar allt sem viðkemur viðhaldi á flötum og teigum sem og hækka standard vallarins yfir höfuð.


Hér fyrir neðan má sjá myndir frá vinnu sjálfboðaliðanna.


Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Fleiri færslur