Loka hittingur GKB kvenna
8. september kl. 15 er síðasti hittingur sumarsins 2024

Sunnudaginn 8. september verður starfinu í kvennagolfinu lokað í sumar með golfspili og spjalli í Golfklúbbi Kiðjabergs. Rástímarnir eru frá kl. 15.00-15.40.
GKB konur spila 9 holur og hittumst svo á eftir í golfskálanum og fáum smörreúrval að hætti Rakelar. Látið vita um þátttöku með því að skrá ykkur á facebooksíðu GKB kvenna og Sigrún Ragnarsdóttir staðfestir skráninguna ykkar. Mögulegt er að skrá sig bara í golf, bara í mat eða vera með bæði með í golfinu og matnum.
Allar nánari upplýsingar eru á facebooksíðu GKB kvenna.
Við vonumst til að sjá sem flestar sunnudaginn 8. september.
Kvennanefndin