Sveitakeppni kvenna 50 ára og eldri
GKB hélt sæti sínu í efstu deild kvenna!

Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna 50 ára og eldri fór fram á Strandarvelli á Hellu 22.-24. ágúst. Sveit Golfklúbbs Kiðjabergs var þar á meðal keppenda og hélt sæti sínu í deildinni og verður það að teljast glæsileg frammistaða. GKB vann 2. deildina í fyrra og verður áfram í hópi þeirra bestu að ári.
Það var sveit GKG sem sigraði í 1. deild kvenna að þessu sinni. GR varð í öðru sæti og Keilir í þriðja sæti. GKB hafnaði í 7. sæti, en Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð í 8. sæti og fellur í 2. deild.
Lið GKB var skipað eftirtöldum:
Brynhildur Sigursteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Edda Herbertsdóttir
Guðný Tómasdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Stella Hafsteinsdóttir
Kristín Eysteinsdóttir
Þuríður Ingólfsdóttir
HÉR má sjá heildarúrslit.
Mynd: Sveit GKB, sem keppti í 1. deild kvenna á Hellu um helgina.