Sveitakeppni 2021
28. júlí 2021
GKB leikur til úrslita við NK

Íslandsmót golfklúbba 2021 í 2. deild karla fer nú fram á Kiðjabergsvelli. Alls eru 8 golfklúbbar í 2. deild og var leikið í tveimur riðlum. Það eru Nesklúbburinn og Golfklúbbur Kiðjabergs sem leika um laust sæti í 1. deild 2022, en Golfklúbburinn Keilir úr Hafnarfirði féll úr efstu deild um liðna helgi.
Í undanúrslitum hafði Nesklúbburinn (NK) betur 3-2 gegn Golfklúbbi Setbergs (GSE). Í hinni undanúrslitaviðureigninni áttust við Golfklúbbur Kiðjabergs (GKB) og Golfklúbburinn Oddur (GO) þar sem að heimamenn höfðu betur 3 1/2 – 1 1/2.
.
Lið GKB skipa eftirtaldir:
Andri Jón Sigurbjörnsson
Arnar Snær Hákonarson
Axel Ásgeirsson
Árni Gestsson
Árni Freyr Sigurjónsson
Halldór X Halldórsson
Haraldur Þórðarson
Sturla Ómarsson