GKB vann NK í úrslitum og leikur í efstu deild að ári
Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla lauk í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli í dag, 28. júlí. Sveit heimamanna í GKB sigraði NK í spennandi úrslitaleik 3-2 og tryggði Andri Jón Sigurbjörnsson sigurinn með góðu pútti fyrir pari á lokaholunni.
GKB leikur því í 1. deild að ári og tekur þar sæti Keilis, sem féll í 2. deild. Sveit GO fékk bronsið eftir sigur á GSE í leik um þriðja sætið.