GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fer nú fram í Vestmannaeyjum og lýkur á morgun, 25. júlí. Sveit GKB er þar á meðal og leikur um 3. sætið. Átta golfklúbbar keppa í Eyjum um eitt laust sæti í 1. deild að ári. Neðsta liðið leikur í 3. deild á næsta ári.
Keppt er í tveimur riðlum og komust 2 efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslit. Sveit GKB vann B-riðilinn og lék gegn sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja í undanúrslitum í dag og tapaði 1-4. Í hinum undanúrslitaleiknum vann Nesklúbburinn lið Esju 4 -1. Nesklúbburinn og GV leika því til úrslita um laust sæti í 1. deild að ári. Sveit GKB leikur um þriðja sætið við Esju og ljóst að okkar menn leika áfram í 2. deild á næsta ári.
Lið Kiðjabergs er skipað eftirtöldum:
Andri Jón Sigurbjörnsson
Axel Ásgeirsson
Pétur Freyr Pétursson
Árni Freyr Sigurjónsson
Arnar Snær Hákonarson
Heimir Þór Morthens
Þórður Rafn Gissurarson
Liðsstjóri: Snorri Hjaltason.
Sjá stöðuna HÉR.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is