Sveitakeppni 2. deildar

Valur Jónatansson • 24. júlí 2024

Sveit GKB er áfram í 2.  deild karla

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fer  nú fram í Vestmannaeyjum og lýkur á morgun, 25. júlí.  Sveit GKB er þar á meðal og leikur  um 3. sætið.  Átta golfklúbbar keppa í Eyjum um eitt laust sæti í 1. deild að ári. Neðsta liðið leikur í 3. deild á næsta ári.


Keppt er í tveimur riðlum og komust 2 efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslit. Sveit GKB vann B-riðilinn og lék gegn sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja í undanúrslitum í dag og tapaði 1-4. Í hinum undanúrslitaleiknum vann Nesklúbburinn lið Esju 4 -1.  Nesklúbburinn og GV leika því til úrslita um laust sæti í 1. deild að ári.  Sveit GKB leikur um þriðja sætið við Esju og ljóst að okkar menn leika áfram í 2. deild á næsta ári.


Lið Kiðjabergs er skipað eftirtöldum:

Andri Jón Sigurbjörnsson

Axel Ásgeirsson

Pétur Freyr Pétursson

Árni Freyr Sigurjónsson

Arnar Snær Hákonarson

Heimir Þór Morthens

Þórður Rafn Gissurarson

Liðsstjóri: Snorri Hjaltason.


Sjá stöðuna HÉR.


Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: