GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fór fram í Vestmannaeyjum og lauk í dag, 25. júlí. Sveit GKB hafnaði í 4. sæti eftir að hafa tapað naumlega fyrir sveit Esju 2-3 í leik um bronsið. Þess má gera að lið GKB vann Esju í riðlakeppninni.
Átta golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári. Svo fór að Golfklúbbur Vestmannaeyja og Nesklúbburinn léku til úrslita þar sem að GV hafði betur 3-2 og leikur því í efstu deild að ári. Golfklúbbur Skagafjarðar féll í 3. deild.
Lokastaðan í 2. deild:
1. Golfklúbbur Vestmannaeyja
2. Nesklúbburinn
3. Golfklúbburinn Esja
4. Golfklúbbur Kiðjabergs
5. Golfklúbbur Bolungarvíkur
6. Golfklúbburinn Leynir
7. Golfklúbburinn Oddur
8. Golfklúbbur Skagafjarðar.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is