Pilsaþytur og Gull Styrktarmót GKB

Valur Jónatansson • 29. júlí 2024

Mikið um að vera á Kiðjabergsvelli um verslunarmannahelgina!

Mikið verður um að vera á Kiðjabergsvelli um verslunarmannhelgina. Föstudaginn 2. ágúst verður Pilsaþytur og á laugardaginn verður svo hið sívinsæla Gull Styrktarmót GKB.


Pilsuþytur er innanfélagsmót, en klúbbfélagar geta boðið gestum með sér. Litaþemað í ár er litagleði, sumar og sól. Keppendur klæðist því litríkasta sem þeir eiga. Þetta verður sannkallað Gleðimót með stóru G-i.

Mótið er 9 holu Texas Scramble þar sem tvær konur eru saman í liði. Ef næg þátttaka verður í ár munu keppendur spila af öllum teigum en þó einungis níu holur frá þeirri braut sem leikur er hafinn á, annars er leikið á holum 1-9. Ræst verður út stundvíslega kl: 18.00.
Byggingarfyrirtækið BYGG er styrktaraðili mótsins.


Gull Styrktarmót GKB

Gull Styrktarmót GKB verður haldið laugardaginn 3. ágúst. Leikfyrirkomulag er 2ja manna Texas Scramble.
Frábær verðlaun frá Timberland fyrir efstu þrjú sætin. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Vegna mikillar eftirspurnar vorum að bæta við rástímum. Um að gera að bóka sig sem fyrst.


Öll skráning fer fram í gegnum Golfbox. Frábært veður er í kortunum og völlurinn í toppstandi.
Sjáum vonandi sem flesta á laugardaginn.






Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Fleiri færslur